Breytingar í Smáralind Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2016 18:49 Von er á breytingum í Smáralind þar sem ný fyrirtæki koma sér fyrir í verlunarmiðstöðinni og endurskipulagning stendur yfir. Í tilkynningu frá Smáralind segir að meðal annars séu framkvæmdir hafnar við verslun Hagkaups, nokkrar nýjar verslanir hafi og opnað og muni opna á næstunni. Þá sé verið að færa verslanir til. „Framkvæmdir eru hafnar við verslun Hagkaups en í nóvember verður opnuð þar ný og glæsileg Hagkaupsverslun, Iglo+Indi opnaði nýverið glæsilega verslun á jarðhæð Smáralindar og er óhætt að segja að Levi´s hafi tekið risastökk með því að opna enn stærri og flottari verslun í byrjun júní sl. Tvær aðrar verslanir, Springfield og Women´s Secret opna á haustmánuðum og á svipuðum tíma opnar Jói Fel á nýjum stað, eða í Norðurturni Smáralindar. Þá opnar Útilíf nýja og glæsilega 1.200 fermetra verslun á fyrstu hæð, við hlið Hagkaups á næstunni. Dúka hefur fært sig um set og opnað enn stærri og glæsilegri gjafavöruverslun.“ Þar að auki mun Íslandsbanki flytja höfuðstöðvar sínar í Norðurturn Smáralindar í haust og World Class mun opna dyr sínar fyrir viðskiptavinum. „Við höfum unnið hörðum höndum að því undanfarin misseri að uppfæra og endurskipuleggja og við getum fullyrt að það eru spennandi tímar framundan í Smáralind. Við erum fullviss um að viðskiptavinir Smáralindar fagni þessum breytingum og þeirri bættu þjónustu og aukna úrvali vörumerkja, fyrirtækja og verslana, sem fylgja,“ segir Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar. Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Sófi fyrir nýsköpun Viðskipti innlent Engin grundvallarbreyting Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Von er á breytingum í Smáralind þar sem ný fyrirtæki koma sér fyrir í verlunarmiðstöðinni og endurskipulagning stendur yfir. Í tilkynningu frá Smáralind segir að meðal annars séu framkvæmdir hafnar við verslun Hagkaups, nokkrar nýjar verslanir hafi og opnað og muni opna á næstunni. Þá sé verið að færa verslanir til. „Framkvæmdir eru hafnar við verslun Hagkaups en í nóvember verður opnuð þar ný og glæsileg Hagkaupsverslun, Iglo+Indi opnaði nýverið glæsilega verslun á jarðhæð Smáralindar og er óhætt að segja að Levi´s hafi tekið risastökk með því að opna enn stærri og flottari verslun í byrjun júní sl. Tvær aðrar verslanir, Springfield og Women´s Secret opna á haustmánuðum og á svipuðum tíma opnar Jói Fel á nýjum stað, eða í Norðurturni Smáralindar. Þá opnar Útilíf nýja og glæsilega 1.200 fermetra verslun á fyrstu hæð, við hlið Hagkaups á næstunni. Dúka hefur fært sig um set og opnað enn stærri og glæsilegri gjafavöruverslun.“ Þar að auki mun Íslandsbanki flytja höfuðstöðvar sínar í Norðurturn Smáralindar í haust og World Class mun opna dyr sínar fyrir viðskiptavinum. „Við höfum unnið hörðum höndum að því undanfarin misseri að uppfæra og endurskipuleggja og við getum fullyrt að það eru spennandi tímar framundan í Smáralind. Við erum fullviss um að viðskiptavinir Smáralindar fagni þessum breytingum og þeirri bættu þjónustu og aukna úrvali vörumerkja, fyrirtækja og verslana, sem fylgja,“ segir Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar.
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Sófi fyrir nýsköpun Viðskipti innlent Engin grundvallarbreyting Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira