Bresku þingkosningarnar í maí: „Ómögulegt að spá fyrir um hverjir mynda næstu ríkisstjórn“ Atli Ísleifsson skrifar 26. febrúar 2015 12:26 Baldur Þórhallsson segir harða kosningabaráttu vera framundan í Brelandi. Vísir/AFP/Getty „Samkvæmt skoðanakönnunum er ómögulegt að spá fyrir um hverjir mynda næstu ríkisstjórn á Bretlandi þar sem ómögulegt að sjá hvort Íhaldsflokkurinn eða Verkamannaflokkurinn verður stærri,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, í samtali við Vísi. Þingkosningar fara fram í Bretlandi þann 7. maí næstkomandi. Baldur segir að Íhaldsflokkurinn hafi verið að vinna á síðustu vikurnar og standi nú jafnfætis Verkamannaflokknum sem hafi mælst stærri síðustu mánuði. „Íhaldsmenn hafa því verið að styrkja stöðu sína. Það er þó ómögulegt að átta sig á hvor flokkurinn verður stærri.“Skoski þjóðarflokkurinn í mikilli sóknBaldur segir Skoski þjóðarflokkurinn mikið hafa verið að sækja í sig veðrið síðustu mánuði. „Samkvæmt skoðanakönnunum er hann að fá nær öll þingsæti í Skotlandi. Hvort þetta verður raunin er ómögulegt að spá fyrir um á þessu stigi, en þetta yrði mjög óvenjuleg niðurstaða ef hún yrði að veruleika. Ef niðurstöður kosninganna verða eitthvað á þá leið mun það veikja Verkamannaflokkinn verulega og gera það að verkum að Skoski þjóðarflokkurinn muni standa mjög sterkur að vígi í Westminster að kosningum loknum. Það er þó ólíklegt að Skoski þjóðarflokkurinn myndi formlega stjórn með öðrum hvorum stóru flokkanna. Það er líklegra að hann geti veitt minnihlutastjórn annars flokksins stuðning, og er þá líklegra að það verði Verkamannaflokkurinn.“Talsvert fylgi UKIP sem skilar þó fáum þingsætumBaldur segir að fylgi Breska sjálfstæðisflokksins – UKIP – sé orðið nokkuð stöðugt og mælist ítrekað milli 15 og 20 prósent. „Það er hins vegar ekki að að skila flokknum mörgum þingsætum. Í Bretlandi er kosið til þings samkvæmt einmenningskjördæmum. Það er einfaldlega þannig að sá flokkur sem fær flest atkvæði í hverju kjördæmi fyrir sig, hann fær þingsæti kjördæmisins. Það getur því gerst að flokkur sem er til dæmis bara með 30 prósent atkvæða í kjördæminu - en er jafnframt stærsti flokkurinn - fái þingsætið. Þannig er UKIP ekki að ná mörgum þingsætum, nema í örfáum kjördæmum í landinu. Þó að honum sé spáð 15 til 20 prósent fylgi þá er því spáð að hann fái bara um fjögur þingsæti eða svo. Flokkurinn er þó enn mikill óvissuþáttur.“Slæm útkoma annars ríkisstjórnarflokksinsAð sögn Baldur sjá Bretar fram á slæma útkomu Frjálslynda flokksins sem nú myndar samsteypustjórn með Íhaldsflokknum. „Frjálslyndir gætu misst um helming þingsæta sinna. Margir kjósendur eru mjög óánægðir með það hlutskipti sem flokkurinn hefur haft í ríkisstjórninni. Íhaldsflokkurinn hefur ráðið þar ferðinni og Frjálslyndir þurft að gefa eftir. Flokkurinn mun líklegast ekki koma vel út úr næstu kosningum. Þá hefur flokkur græningja verið að fá einhvern stuðning, en líkt og með UKIP þá er ólíklegt að það skili sér í mörgum þingsætum.“Sex flokkar sem berjast um hitunaBaldur segir það því fyrst og fremst vera þessir sex flokkar sem munu að berjast um hituna – Íhaldsflokkurinn, Verkamannaflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn, Skoski þjóðarflokkurinn, Breski sjálfstæðisflokkurinn og Græningjar. „Á Norður-Írlandi eru þó einnig flokkar sem skiptast bæði eftir trúarlegum línum og svo vinstri-hægri ásnum. Þeir geta líka komið inn í þetta. Að öllu þessu sögðu er ólíklegt að annar stóru flokkanna hljóti meirihluta þingsæta. Verði það niðurstaðan mun það krefjast að þeir myndi saman samsteypustjórn eða þá minnihlutastjórn sem sé studd af einhverjum þessara minni flokka. Þá lítur maður helst til þess að Verkamannaflokkurinn myndi minnihlutastjórn með stuðningi Skoska þjóðarflokksins og jafnvel flokka á Norður-Írlandi eða Frjálsum demókrötum.“Helstu kosningamálinBaldur segir kosningabaráttuna hafa byrjað mun fyrr en vanalega. „Hún byrjaði strax í fyrstu viku ársins og af fullum krafti. Íhaldsflokkurinn leggur mesta áherslu á efnahagsmálin og að honum sé best treystandi til að stýra þeim. Kannanir sýna að kjósendur treysta Íhaldsflokknum frekar en Verkamannaflokknum fyrir þeim. Verkamannaflokkurinn leggur hins vegar áherslu á að breska heilbrigðiskerfið verði styrkt og bætt. Það hefur verið mikil umræða um veikleika þess og vankanta og Verkamannaflokkurinn vill verja mun meira fé til að bæta heilbrigðiskerfið og skipuleggja það betur. Kannanir sýna að kjósendur treysta Verkamannaflokknum best fyrir heilbrigðismálunum. Síðan er Breski sjálfstæðisflokkurinn að leggja áherslu á að takmarka straum innflytjenda til landsins. Þessi þrjú mál hafa verið mest áberandi, en hvaða mál nær yfirhöndinni í kosningabaráttunni er ómögulegt að segja til um. En þessir þrír flokkar eru að reyna að gera þessi mál að helsta kosningamálinu.“Hvað með leiðtoga stærstu flokkanna? Þykir staða David Cameron forsætisráðherra sterk?„Hún þykir kannski ekki sterk en hann hefur verið að styrkja sig í umræðunni. Ed Miliband, leiðtogi Verkamannaflokksins, virðist hins vegar ekki vera sérlega sterkur. Þetta er í raun ákveðið áfall fyrir Verkamannaflokkinn að vera ekki í sterkari stöðu með þessa óvinsælu ríkisstjórn við völd. Það skrifast svolítið á veikleika Miliband. Hann kemur ekki fyrir sem mjög sterkur leiðtogi. Það eru margir Bretar sem sjá hann ekki fyrir sér sem týpuna í að verða forsætisráðherra og það kemur niður á flokknum.“ Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
„Samkvæmt skoðanakönnunum er ómögulegt að spá fyrir um hverjir mynda næstu ríkisstjórn á Bretlandi þar sem ómögulegt að sjá hvort Íhaldsflokkurinn eða Verkamannaflokkurinn verður stærri,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, í samtali við Vísi. Þingkosningar fara fram í Bretlandi þann 7. maí næstkomandi. Baldur segir að Íhaldsflokkurinn hafi verið að vinna á síðustu vikurnar og standi nú jafnfætis Verkamannaflokknum sem hafi mælst stærri síðustu mánuði. „Íhaldsmenn hafa því verið að styrkja stöðu sína. Það er þó ómögulegt að átta sig á hvor flokkurinn verður stærri.“Skoski þjóðarflokkurinn í mikilli sóknBaldur segir Skoski þjóðarflokkurinn mikið hafa verið að sækja í sig veðrið síðustu mánuði. „Samkvæmt skoðanakönnunum er hann að fá nær öll þingsæti í Skotlandi. Hvort þetta verður raunin er ómögulegt að spá fyrir um á þessu stigi, en þetta yrði mjög óvenjuleg niðurstaða ef hún yrði að veruleika. Ef niðurstöður kosninganna verða eitthvað á þá leið mun það veikja Verkamannaflokkinn verulega og gera það að verkum að Skoski þjóðarflokkurinn muni standa mjög sterkur að vígi í Westminster að kosningum loknum. Það er þó ólíklegt að Skoski þjóðarflokkurinn myndi formlega stjórn með öðrum hvorum stóru flokkanna. Það er líklegra að hann geti veitt minnihlutastjórn annars flokksins stuðning, og er þá líklegra að það verði Verkamannaflokkurinn.“Talsvert fylgi UKIP sem skilar þó fáum þingsætumBaldur segir að fylgi Breska sjálfstæðisflokksins – UKIP – sé orðið nokkuð stöðugt og mælist ítrekað milli 15 og 20 prósent. „Það er hins vegar ekki að að skila flokknum mörgum þingsætum. Í Bretlandi er kosið til þings samkvæmt einmenningskjördæmum. Það er einfaldlega þannig að sá flokkur sem fær flest atkvæði í hverju kjördæmi fyrir sig, hann fær þingsæti kjördæmisins. Það getur því gerst að flokkur sem er til dæmis bara með 30 prósent atkvæða í kjördæminu - en er jafnframt stærsti flokkurinn - fái þingsætið. Þannig er UKIP ekki að ná mörgum þingsætum, nema í örfáum kjördæmum í landinu. Þó að honum sé spáð 15 til 20 prósent fylgi þá er því spáð að hann fái bara um fjögur þingsæti eða svo. Flokkurinn er þó enn mikill óvissuþáttur.“Slæm útkoma annars ríkisstjórnarflokksinsAð sögn Baldur sjá Bretar fram á slæma útkomu Frjálslynda flokksins sem nú myndar samsteypustjórn með Íhaldsflokknum. „Frjálslyndir gætu misst um helming þingsæta sinna. Margir kjósendur eru mjög óánægðir með það hlutskipti sem flokkurinn hefur haft í ríkisstjórninni. Íhaldsflokkurinn hefur ráðið þar ferðinni og Frjálslyndir þurft að gefa eftir. Flokkurinn mun líklegast ekki koma vel út úr næstu kosningum. Þá hefur flokkur græningja verið að fá einhvern stuðning, en líkt og með UKIP þá er ólíklegt að það skili sér í mörgum þingsætum.“Sex flokkar sem berjast um hitunaBaldur segir það því fyrst og fremst vera þessir sex flokkar sem munu að berjast um hituna – Íhaldsflokkurinn, Verkamannaflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn, Skoski þjóðarflokkurinn, Breski sjálfstæðisflokkurinn og Græningjar. „Á Norður-Írlandi eru þó einnig flokkar sem skiptast bæði eftir trúarlegum línum og svo vinstri-hægri ásnum. Þeir geta líka komið inn í þetta. Að öllu þessu sögðu er ólíklegt að annar stóru flokkanna hljóti meirihluta þingsæta. Verði það niðurstaðan mun það krefjast að þeir myndi saman samsteypustjórn eða þá minnihlutastjórn sem sé studd af einhverjum þessara minni flokka. Þá lítur maður helst til þess að Verkamannaflokkurinn myndi minnihlutastjórn með stuðningi Skoska þjóðarflokksins og jafnvel flokka á Norður-Írlandi eða Frjálsum demókrötum.“Helstu kosningamálinBaldur segir kosningabaráttuna hafa byrjað mun fyrr en vanalega. „Hún byrjaði strax í fyrstu viku ársins og af fullum krafti. Íhaldsflokkurinn leggur mesta áherslu á efnahagsmálin og að honum sé best treystandi til að stýra þeim. Kannanir sýna að kjósendur treysta Íhaldsflokknum frekar en Verkamannaflokknum fyrir þeim. Verkamannaflokkurinn leggur hins vegar áherslu á að breska heilbrigðiskerfið verði styrkt og bætt. Það hefur verið mikil umræða um veikleika þess og vankanta og Verkamannaflokkurinn vill verja mun meira fé til að bæta heilbrigðiskerfið og skipuleggja það betur. Kannanir sýna að kjósendur treysta Verkamannaflokknum best fyrir heilbrigðismálunum. Síðan er Breski sjálfstæðisflokkurinn að leggja áherslu á að takmarka straum innflytjenda til landsins. Þessi þrjú mál hafa verið mest áberandi, en hvaða mál nær yfirhöndinni í kosningabaráttunni er ómögulegt að segja til um. En þessir þrír flokkar eru að reyna að gera þessi mál að helsta kosningamálinu.“Hvað með leiðtoga stærstu flokkanna? Þykir staða David Cameron forsætisráðherra sterk?„Hún þykir kannski ekki sterk en hann hefur verið að styrkja sig í umræðunni. Ed Miliband, leiðtogi Verkamannaflokksins, virðist hins vegar ekki vera sérlega sterkur. Þetta er í raun ákveðið áfall fyrir Verkamannaflokkinn að vera ekki í sterkari stöðu með þessa óvinsælu ríkisstjórn við völd. Það skrifast svolítið á veikleika Miliband. Hann kemur ekki fyrir sem mjög sterkur leiðtogi. Það eru margir Bretar sem sjá hann ekki fyrir sér sem týpuna í að verða forsætisráðherra og það kemur niður á flokknum.“
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira