Erlent

Breska stjórnin samþykkir lagningu þriðju flugbrautarinnar á Heathrow

Atli Ísleifsson skrifar
Heathrow er sá flugvöllur Evrópu sem flestir flugfarþegar fara um.
Heathrow er sá flugvöllur Evrópu sem flestir flugfarþegar fara um. Vísir/AFP
Breska ríkisstjórnin hefur samþykkt að lagt verði í framkvæmdir við að leggja þriðju flugbrautina á Heathrow-flugvelli í London. Sky News greinir frá þessu.

Lengi hefur verið deilt um hvort stækka ætti Heathrow eða Gatwick-flugvöll, en bresku ríkisstjórnni hefur mistekist að taka ákvörðun um stækkun vegna pólitískrar andstöðu og umhverfissjónarmiða.

Sky News greinir frá því að breska stjórnin muni greina frá ákvörðuninni innan skamms.

BBC hafði áður greint frá því að Heathrow hefði verið valinn til stækkunar en ekki hafi verið legið fyrir hvort að til stæði að leggja nýja flugbraut eða stækka aðra af þeim sem fyrir eru.

Heathrow er sá flugvöllur Evrópu sem flestir flugfarþegar fara um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×