Breiðholt er stærsta listasafn Íslands Hjörtur Hjartarson skrifar 6. september 2014 19:05 Vegglistaverk Errós var í dag afhjúpað í Breiðholti. Borgarstjóri Reykjavíkur sagði að því tilefni að nú væri Breiðholtið orðið að stærsta listasafni Íslands. Það er ekki algengt að listaverk sjáist bæjarfélaga á milli en þannig er það nú með nýjast verk listamannsins Erró sem hefur verið málað á gafl á blokk í Breiðholti. Að vísu sést ekki nema helmingurinn af listaverkinu, til að sjá restina þurfa áhugasamir að gera sér ferð í efra Breiðholt. Borgarráð ákvað á síðasta kjörtímabili að fjölga listaverkum í opinberu rými í Breiðholti og er umrædd veggmynd hluti af því átaki. Mynd Errós var máluð gafl blokkarinnar sem stendur við Álftahóla fjögur til sex. Listamaðurinn segir að verkið sé ekkert verra þó það sjáist ekki í heild sinni nema maður standist nánast alveg upp við það. „Þvert á móti. Það er gaman að sjá bara part af veggnum langt í burtu og ef maður vill sjá meira verður maður að fara nálægt. Þú veist að málverk er eins og að keyra bíl. Þú ert í þriðja gír og þá er farið mjög hratt yfir allt saman, í öðrum gír er allt aðeins rólegra og í fyrsta gír sér maður smáatriðin,“ segir Erró.ErróErró er 82 ára og heiðursborgari Reykjavíkur. Verk eftir hann hafa verið sýnd út um allan heim og standa sum þeirra til frambúðar. Og þótt ótrúlegt megi virðast er verkið í Breiðholtinu ekki það umfangsmesta. „Stóri keramikveggurinn í Lissabon nálægt Art-hótelinu er 70 metra langur og 12 metra hár. Ég skreytti samkomusalinn í ráðhúsinu í Lille og það eru 400 metrar.“ Alls munu fimm stórar veggmyndir prýða húsveggi í Breiðholtinu auk nokkurra minni verka. Borgarstjórinn segir að Breiðholt hafi verið valið, meðal annar vegna þess að hverfið hefur oft verið látið mæta afgangi þegar að kemur að listum og menningu. „Við vildum fá nokkra af fremstu listamönnum þjóðarinnar til þess að gera myndir hérna á þessa ofboðslega stóru veggi sem eru eitt af einkennum hverfisins. Þannig að það má eiginlega segja að við séum að eignast eitt stærsta listasafn landsins, Breiðholt,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Vegglistaverk Errós var í dag afhjúpað í Breiðholti. Borgarstjóri Reykjavíkur sagði að því tilefni að nú væri Breiðholtið orðið að stærsta listasafni Íslands. Það er ekki algengt að listaverk sjáist bæjarfélaga á milli en þannig er það nú með nýjast verk listamannsins Erró sem hefur verið málað á gafl á blokk í Breiðholti. Að vísu sést ekki nema helmingurinn af listaverkinu, til að sjá restina þurfa áhugasamir að gera sér ferð í efra Breiðholt. Borgarráð ákvað á síðasta kjörtímabili að fjölga listaverkum í opinberu rými í Breiðholti og er umrædd veggmynd hluti af því átaki. Mynd Errós var máluð gafl blokkarinnar sem stendur við Álftahóla fjögur til sex. Listamaðurinn segir að verkið sé ekkert verra þó það sjáist ekki í heild sinni nema maður standist nánast alveg upp við það. „Þvert á móti. Það er gaman að sjá bara part af veggnum langt í burtu og ef maður vill sjá meira verður maður að fara nálægt. Þú veist að málverk er eins og að keyra bíl. Þú ert í þriðja gír og þá er farið mjög hratt yfir allt saman, í öðrum gír er allt aðeins rólegra og í fyrsta gír sér maður smáatriðin,“ segir Erró.ErróErró er 82 ára og heiðursborgari Reykjavíkur. Verk eftir hann hafa verið sýnd út um allan heim og standa sum þeirra til frambúðar. Og þótt ótrúlegt megi virðast er verkið í Breiðholtinu ekki það umfangsmesta. „Stóri keramikveggurinn í Lissabon nálægt Art-hótelinu er 70 metra langur og 12 metra hár. Ég skreytti samkomusalinn í ráðhúsinu í Lille og það eru 400 metrar.“ Alls munu fimm stórar veggmyndir prýða húsveggi í Breiðholtinu auk nokkurra minni verka. Borgarstjórinn segir að Breiðholt hafi verið valið, meðal annar vegna þess að hverfið hefur oft verið látið mæta afgangi þegar að kemur að listum og menningu. „Við vildum fá nokkra af fremstu listamönnum þjóðarinnar til þess að gera myndir hérna á þessa ofboðslega stóru veggi sem eru eitt af einkennum hverfisins. Þannig að það má eiginlega segja að við séum að eignast eitt stærsta listasafn landsins, Breiðholt,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira