Breiðholt er stærsta listasafn Íslands Hjörtur Hjartarson skrifar 6. september 2014 19:05 Vegglistaverk Errós var í dag afhjúpað í Breiðholti. Borgarstjóri Reykjavíkur sagði að því tilefni að nú væri Breiðholtið orðið að stærsta listasafni Íslands. Það er ekki algengt að listaverk sjáist bæjarfélaga á milli en þannig er það nú með nýjast verk listamannsins Erró sem hefur verið málað á gafl á blokk í Breiðholti. Að vísu sést ekki nema helmingurinn af listaverkinu, til að sjá restina þurfa áhugasamir að gera sér ferð í efra Breiðholt. Borgarráð ákvað á síðasta kjörtímabili að fjölga listaverkum í opinberu rými í Breiðholti og er umrædd veggmynd hluti af því átaki. Mynd Errós var máluð gafl blokkarinnar sem stendur við Álftahóla fjögur til sex. Listamaðurinn segir að verkið sé ekkert verra þó það sjáist ekki í heild sinni nema maður standist nánast alveg upp við það. „Þvert á móti. Það er gaman að sjá bara part af veggnum langt í burtu og ef maður vill sjá meira verður maður að fara nálægt. Þú veist að málverk er eins og að keyra bíl. Þú ert í þriðja gír og þá er farið mjög hratt yfir allt saman, í öðrum gír er allt aðeins rólegra og í fyrsta gír sér maður smáatriðin,“ segir Erró.ErróErró er 82 ára og heiðursborgari Reykjavíkur. Verk eftir hann hafa verið sýnd út um allan heim og standa sum þeirra til frambúðar. Og þótt ótrúlegt megi virðast er verkið í Breiðholtinu ekki það umfangsmesta. „Stóri keramikveggurinn í Lissabon nálægt Art-hótelinu er 70 metra langur og 12 metra hár. Ég skreytti samkomusalinn í ráðhúsinu í Lille og það eru 400 metrar.“ Alls munu fimm stórar veggmyndir prýða húsveggi í Breiðholtinu auk nokkurra minni verka. Borgarstjórinn segir að Breiðholt hafi verið valið, meðal annar vegna þess að hverfið hefur oft verið látið mæta afgangi þegar að kemur að listum og menningu. „Við vildum fá nokkra af fremstu listamönnum þjóðarinnar til þess að gera myndir hérna á þessa ofboðslega stóru veggi sem eru eitt af einkennum hverfisins. Þannig að það má eiginlega segja að við séum að eignast eitt stærsta listasafn landsins, Breiðholt,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Vegglistaverk Errós var í dag afhjúpað í Breiðholti. Borgarstjóri Reykjavíkur sagði að því tilefni að nú væri Breiðholtið orðið að stærsta listasafni Íslands. Það er ekki algengt að listaverk sjáist bæjarfélaga á milli en þannig er það nú með nýjast verk listamannsins Erró sem hefur verið málað á gafl á blokk í Breiðholti. Að vísu sést ekki nema helmingurinn af listaverkinu, til að sjá restina þurfa áhugasamir að gera sér ferð í efra Breiðholt. Borgarráð ákvað á síðasta kjörtímabili að fjölga listaverkum í opinberu rými í Breiðholti og er umrædd veggmynd hluti af því átaki. Mynd Errós var máluð gafl blokkarinnar sem stendur við Álftahóla fjögur til sex. Listamaðurinn segir að verkið sé ekkert verra þó það sjáist ekki í heild sinni nema maður standist nánast alveg upp við það. „Þvert á móti. Það er gaman að sjá bara part af veggnum langt í burtu og ef maður vill sjá meira verður maður að fara nálægt. Þú veist að málverk er eins og að keyra bíl. Þú ert í þriðja gír og þá er farið mjög hratt yfir allt saman, í öðrum gír er allt aðeins rólegra og í fyrsta gír sér maður smáatriðin,“ segir Erró.ErróErró er 82 ára og heiðursborgari Reykjavíkur. Verk eftir hann hafa verið sýnd út um allan heim og standa sum þeirra til frambúðar. Og þótt ótrúlegt megi virðast er verkið í Breiðholtinu ekki það umfangsmesta. „Stóri keramikveggurinn í Lissabon nálægt Art-hótelinu er 70 metra langur og 12 metra hár. Ég skreytti samkomusalinn í ráðhúsinu í Lille og það eru 400 metrar.“ Alls munu fimm stórar veggmyndir prýða húsveggi í Breiðholtinu auk nokkurra minni verka. Borgarstjórinn segir að Breiðholt hafi verið valið, meðal annar vegna þess að hverfið hefur oft verið látið mæta afgangi þegar að kemur að listum og menningu. „Við vildum fá nokkra af fremstu listamönnum þjóðarinnar til þess að gera myndir hérna á þessa ofboðslega stóru veggi sem eru eitt af einkennum hverfisins. Þannig að það má eiginlega segja að við séum að eignast eitt stærsta listasafn landsins, Breiðholt,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira