Íslenski boltinn

Breiðablik tekur við Íslandsmeistarabikarnum | Myndaveisla

Anton Ingi Leifsson skrifar
Blikar fagna í dag.
Blikar fagna í dag. vísir/daníel
Íslandsmeistaratitillinn í Pepsi-deild kvenna fór á loft í dag, en Breiðablik hampaði titlinum eftir 3-0 sigur á ÍBV á Kópavogsvelli í dag.

Breiðablik tryggði sér titilinn í fyrsta skipti í tíu ár, en þær tryggðu sér titilinn með sigri á Þór/KA í síðustu viku. Sjálfur bikarinn fór svo á loft í dag.

Þorsteinn Halldórsson hefur gert frábæra hluti með lið Breiðabliks á tímabilinu. Liðið spilaði átján leiki í deildinni og tapaði ekki einum einasta; vann sextán og gerði tvö jafntefli.

Daníel Þór Ágústsson var á vellinum í dag þegar bikarinn fór á loft og fangaði hann stemninguna fyrir Vísi.

vísir/daníel þór



Fleiri fréttir

Sjá meira


×