Innlent

Bréf Póstsins kostuðu tæpa milljón

Fyrirhugaðar áætlanir Íslandspóst fólu í sér að þeir sem ekki væru með merkta póstkassa eða bréfalúgur fengju ekki póstinn sinn frá og með 15. maí síðastliðnum.fréttablaðið/hörður
Fyrirhugaðar áætlanir Íslandspóst fólu í sér að þeir sem ekki væru með merkta póstkassa eða bréfalúgur fengju ekki póstinn sinn frá og með 15. maí síðastliðnum.fréttablaðið/hörður
Bréf sem Íslandspóstur sendi á heimili landsmanna í síðasta mánuði vegna fyrirhugaðra breytinga á útburðarþjónustu kostuðu fyrirtækið um 960 þúsund krónur. Í kostnaðinum felst efniskostnaður við um 60 þúsund bréf, umslög, prentun og ísetning. Kostnaður við útburð er undanskilinn í tölunni. Í bréfunum var tilkynnt að frá 15. maí yrði hætt að bera út póst til þeirra sem ekki væru með nafn sitt sýnilegt á bréfalúgu eða póstkassa heimilis síns. Pósturinn hefur nú frestað breytingunum.

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) beindi þeim tilmælum til Íslandspósts að fresta breytingunum eftir að kvartanir höfðu borist. Í tilkynningu frá PFS segir að stofnunin muni á næstu vikum vinna úr þeim athugasemdum sem borist hafa og skera úr um lögmæti þess að merking viðtakanda á bréfkassa sé forsenda fyrir útburði.

Anna Katrín Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs, segir Íslandspóst ekki hafa tekið ákvörðun um hvernig almenningur verði látinn vita um hvort eða hvenær nýjar útburðarreglurn taki gildi. „En við komum því á einhvern hátt til fólks að þetta tekur gildi, ef til þess kemur,“ segir Anna Katrín. - sv



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×