Brauð, en ekki vín María Helga Guðmundsdóttir skrifar 4. nóvember 2014 07:00 Á blaðsíðu 22 í Fréttablaði fimmtudagsins 30. október 2014 birtist grein eftir Guðmund nokkurn Edgarsson sem ber yfirskriftina „Vín eða brauð?“. Í greininni er því haldið fram fullum fetum að sala áfengis í sérstökum verslunum sé að engu leyti frábrugðin því, ef ríkisvaldið ákvæði að banna sölu brauðmetis nema í sérstökum bakaríum. Greinarhöfundur gengur enn lengra og segir orðrétt: „Nú kann einhver að hugsa, að ekki sé um sambærilega vöru að ræða, vín og brauð. Vín geti valdið skaða, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið, sé þess neytt í óhófi. Því er til að svara, að hið sama má segja um brauð. … Vín og brauð eru því sambærilegar vörur í þessu samhengi.“ Ég skora á Guðmund Edgarsson að nefna eitt einasta dæmi þess að maður hafi orðið öðrum að bana eftir að hafa neytt brauðs ótæpilega og sest undir stýri. Einnig myndi ég þiggja dæmi um fjölskyldu sem sundraðist vegna þess að fyrirvinnan var svo forfallin í brauðáti sínu að hún steypti fjárhag fjölskyldunnar í glötun til að fjármagna neysluna. Hvert mannsbarn, sem þekkir til þess mikla böls sem áfengissýki er, sér að röksemdafærsla sem þessi nær ekki bara engri átt, heldur er helber móðgun við þær miklu þjáningar sem margir hafa liðið vegna þessa sjúkdóms. Ég vona að þeir sem eru fylgjandi sölu víns í matvöruverslunum sjái sóma sinn í því, héðan í frá, að beita ekki rökum sem gera lítið úr þjáningum áfengissjúklinga og annarra sem eiga um sárt að binda. Einhvers staðar í grenndinni sitja jú foreldrar sem óska sér einskis heitar en þess, að sá sem keyrði drukkinn á barnið þeirra hefði nú bara verið sólginn í brauð en ekki vín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Á blaðsíðu 22 í Fréttablaði fimmtudagsins 30. október 2014 birtist grein eftir Guðmund nokkurn Edgarsson sem ber yfirskriftina „Vín eða brauð?“. Í greininni er því haldið fram fullum fetum að sala áfengis í sérstökum verslunum sé að engu leyti frábrugðin því, ef ríkisvaldið ákvæði að banna sölu brauðmetis nema í sérstökum bakaríum. Greinarhöfundur gengur enn lengra og segir orðrétt: „Nú kann einhver að hugsa, að ekki sé um sambærilega vöru að ræða, vín og brauð. Vín geti valdið skaða, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið, sé þess neytt í óhófi. Því er til að svara, að hið sama má segja um brauð. … Vín og brauð eru því sambærilegar vörur í þessu samhengi.“ Ég skora á Guðmund Edgarsson að nefna eitt einasta dæmi þess að maður hafi orðið öðrum að bana eftir að hafa neytt brauðs ótæpilega og sest undir stýri. Einnig myndi ég þiggja dæmi um fjölskyldu sem sundraðist vegna þess að fyrirvinnan var svo forfallin í brauðáti sínu að hún steypti fjárhag fjölskyldunnar í glötun til að fjármagna neysluna. Hvert mannsbarn, sem þekkir til þess mikla böls sem áfengissýki er, sér að röksemdafærsla sem þessi nær ekki bara engri átt, heldur er helber móðgun við þær miklu þjáningar sem margir hafa liðið vegna þessa sjúkdóms. Ég vona að þeir sem eru fylgjandi sölu víns í matvöruverslunum sjái sóma sinn í því, héðan í frá, að beita ekki rökum sem gera lítið úr þjáningum áfengissjúklinga og annarra sem eiga um sárt að binda. Einhvers staðar í grenndinni sitja jú foreldrar sem óska sér einskis heitar en þess, að sá sem keyrði drukkinn á barnið þeirra hefði nú bara verið sólginn í brauð en ekki vín.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar