Erlent

Brann inni eftir að hafa hlaðið iPhone-síma sinn sér við hlið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Síminn ofhitnaði og karlmaður á sextugsaldri lést úr reykeitrun eftir að kviknaði í húsi hans.
Síminn ofhitnaði og karlmaður á sextugsaldri lést úr reykeitrun eftir að kviknaði í húsi hans. Vísir/AFP
Breskur karlmaður lét lífið í húsbruna í águst á síðasta ári í Reading á Bretlandi eftir að hafa skilið iPhone 5 síma sinn í hleðslu sér við hlið er hann var rúmliggjandi.

Marek Kruger var 53 ára og rúmfastur eftir baráttu við heilaæxli. Rannsókn málsins stendur yfir og ljóst þykir að kviknað hafi í iPhone-síma Krugers. Vegna heilaæxlisins þjáðist hann af talsverðum verkjum og var vinstri hlið líkama hans dofin.

Notaði hann iPhone-símann sinn mikið til þess að eiga í samskiptum við umheiminn. Vegna mikillar notkunnar hafði hann símann yfirleitt tengdan við hleðslusnúru sem tengd var í rafmagn við hliðina á rúmi sínu.

Rannsakendur telja ljóst að síminn hafi ofhitnað undir sængurverum Kruger sem hafi orðið til þess að kviknað hafi í símanum. Eldurinn breyddist fljótt út en það liggur fyrir að Kruger hafi dáið úr reykeitrun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×