MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR NÝJAST 16:00

Drakk fyrsta kaffibollann 7 ára

LÍFIĐ

Brand: Dagur er einstakur karakter

 
Handbolti
11:30 02. FEBRÚAR 2016
Dagur Sigurđsson náđi ótrúlegum árangri međ ţýska liđiđ í Póllandi.
Dagur Sigurđsson náđi ótrúlegum árangri međ ţýska liđiđ í Póllandi. VÍSIR/AFP

Heiner Brand, fyrrverandi þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, lofar Dag Sigurðsson í hástert fyrir árangurinn sem hann náði með þýska landsliðið á EM í Póllandi.

Dagur stýrði þýska liðinu til Evrópumeistaratitils á sínu öðru stórmóti, en eins og oft hefur verið greint frá var Dagur án sjö lykilmanna þegar kom að undanúrslitunum og úrslitaleiknum sjálfum gegn Spánverjum.

Sjá einnig: Dagur gæti hugsað sér að þjálfa fótboltalið í framtíðinni

Heiner Brand stýrði þýska liðinu í fjórtán ár frá 1997-2011 og gerði liðið að Evrópumeistara 2004 í Slóveníu og heimsmeistara á heimavelli þremur árum síðar.

Brand og Dagur eru saman í guðatölu hjá þýskum handboltaáhugamönnum en þeir eru einu mennirnir auk Vlado Stenzel (HM 1978) og Otto Günther Kaundinya (HM 1938) sem stýrt hafa stærstu handboltaþjóð heims til sigurs á stórmóti.

„Dagur er einstakur karakter og átti stóran þátt í þessum árangri liðsins,“ er haft eftir Brand í Cologne Express og Hamburger Morgenpost í morgun. „Hann fann réttu leiðina að strákunum í liðinu og tók alltaf réttar ákvarðanir. Það passar mjög vel saman.“

Dagur byggði árangurinn á ungum mönnum, en þýska liðið var það yngsta í sögunni til að verða Evrópumeistari. Brand sér fram á bjarta framtíð hjá Degi og lærisveinum hans.

„Þjálfarinn getur valið úr stórum hópi leikmanna. Ef strákarnir halda sér á jörðinni og halda áfram að leggja mikið á sig getur þetta lið orðið mjög gott til lengri tíma. Þetta lið mun gefa okkur margar fallegar stundir til viðbótar,“ segir Heiner Brand.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Brand: Dagur er einstakur karakter
Fara efst