Erlent

Brak fundið úr egypsku flugvélinni sem brotlenti í nótt

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hér sést Sherif Fathy ráðherra yfir flugmálum í Egyptalandi flytja fjölmiðlum fregnir af flugslysinu.
Hér sést Sherif Fathy ráðherra yfir flugmálum í Egyptalandi flytja fjölmiðlum fregnir af flugslysinu. Vísir/Getty
Brak úr egypsku flugvélinni sem brotlenti á leið frá París til Kaíró hefur fundist suður af grísku eyjunni Karpaþos. Þetta staðfestu egypsk flugyfirvöld rétt í þessu. BBC greinir frá.

Flugvélinni, sem er af gerðinni Airbus A320, var sem fyrr segir á leið til Kaíró en flugnúmerið er MS804. Hún brotlenti í gærnótt.

Yfirvöld leiða líkum að því að um hryðjuverkaárás sé að ræða mun frekar en að eitthvað hafi bilað í flugvélinni.

Varnarmálaráðherra Grikklands, Panos Kammenos, segir að MS804 flugvél EgyptAir hafi verið beygt skyndilega áður en hún hvarf af ratsjám og brotlenti. Fyrst hafi hún beygt í 90 gráður til hægri og svo í heilan hring í hina áttina.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×