Innlent

Bræður á­kærðir vegna Grettis­götu­brunans

Bjarki Ármannsson skrifar
Eldurinn við Grettisgötu 87 olli miklu tjóni.
Eldurinn við Grettisgötu 87 olli miklu tjóni. Vísir/Anton Brink
Héraðssaksóknari hefur ákært tvo menn í tengslum við brunann sem varð á Grettisgötu í Reykjavík í byrjun mars. Mennirnir eru bræður en aðeins annar þeirra er ákærður fyrir að kveikja í.

Sá hefur játað við yfirheyrslur hjá lögreglu að hafa kveikt í húsinu við Grettisgötu 87 þann 7. mars. Olli eldurinn miklu tjóni og meðal annars brann fjöldi mynda myndlistarmannsins Halldór Ragnarssonar sem var með stúdíó í húsinu.

Bróðir þess sem játað hefur íkveikjuna er ákærður fyrir svokallas athafnaleysisbrot, að hafa ekki stöðvað bróður sinn eða gert viðvart.

Aðalmeðferð í máli bræðranna fer fram við Héraðsdóm Reykjavíkur síðar í dag.


Tengdar fréttir

Merkileg menningarsaga Grettisgötu 87

Í húsinu var meðal annars að finna einu elstu líkamsrætkarstöð landsins og kjallara sem eitt sinn hýsti fyrsta æfingarhúsnæði Sigur rósar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×