Erlent

Börnin snúa aftur til Calais

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Calais-búðirnar voru rýmdar í október.
Calais-búðirnar voru rýmdar í október. Nordicphotos/AFP
Nokkur fjöldi barna hefur snúið aftur til Calais í Frakklandi í von um að komast ólöglega yfir Ermasundsgöngin til Bretlands, þar sem þau eiga ættingja.

Þegar búðirnar voru rýmdar síðasta haust voru börnin send í móttökuskýli í Frakklandi, þar sem þau áttu að bíða meðan bresk stjórnvöld færu yfir hælisumsóknir þeirra.

Mörgum slíkum umsóknum  hefur verið hafnað, en nú þegar börnin eru komin aftur til Calais lofar breska innanríkisráðuneytið því að fara aftur yfir umsóknirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×