Börnin byrja sjö ára að læra brotareikning Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 29. september 2015 07:00 Ásta Roth skólastjóri með nemendum í skólanum. VÍSIR/GVA Hjá Reykjavík International School læra nemendur alfarið eftir alþjóðlegri námsskrá. Ásta Roth, skólastjóri skólans, segir eftirspurn eftir alþjóðlegu námi aukast ár frá ári. Til ársins 2012 hafi allir grunnskólar þurft að vinna námsskrá sína samkvæmt aðalnámskrá grunnskólanna. „Reykjavík var síðasta evrópska höfuðborgin til þess að setja á fót alþjóðlegan skóla, við urðum að kippa því í liðinn því sá hópur sem hefur þörf fyrir alþjóðlegt nám stækkar ár frá ári.“ Skólinn starfar í Hamraskóla þar sem honum bauðst húsnæði í kjölfar sameininga í Grafarvogi. „Aðstaðan er frábær. Við starfrækjum skóla fyrir börn frá fimm ára aldri til fimmtán ára, en stefnum á að útskrifa börnin en í framtíðinni stefnum við á að bjóða upp á nám til átján ára aldurs, og útskrifa nemendur átján ára að erlendri fyrirmynd.“ Ásta segir mjög erfitt fyrir börn fjölskyldna sem flytjast hingað til lands vegna tímabundinnar atvinnu að aðlagast í íslenskum grunnskólum. „Það er bara svo miklu erfiðara fyrir þessi börn að halda námi sínu áfram og þurfa að læra allt námsefnið á íslensku. Hér kennum við á ensku en kennum auðvitað íslensku líka.“ Stærðfræði og raungreinakennsla í skólanum hefur vakið eftirtekt. „Við kennum sömu stærðfræði og er kennd í Singapúr sem hefur gefið góða raun, börnin standa mjög sterkt að vígi og mér finnst tilefni til að þýða þetta námsefni sem við erum að nota yfir á íslensku. Börnin eru sjö ára þegar þau byrja að læra brotareikning, mér fannst það fyrst töluvert snemmt en námsefnið er svo vandað að það gengur virkilega vel,“ segir Ásta. Raungreinakennsla hefst strax í upphafi skólagöngu og er þar einnig kennt námsefni frá Singapúr. Námið í skólanum er fyrst og fremst einstaklingsmiðað, Ásta hefur leyfi fyrir 60 nemendum á landsvísu. „Börnin taka svokölluð Map-próf sem eru viðurkennd víða um heim, en býðst einnig að taka samræmd próf í íslensku ef þau eða foreldrar þeirra vilja.“ Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Hjá Reykjavík International School læra nemendur alfarið eftir alþjóðlegri námsskrá. Ásta Roth, skólastjóri skólans, segir eftirspurn eftir alþjóðlegu námi aukast ár frá ári. Til ársins 2012 hafi allir grunnskólar þurft að vinna námsskrá sína samkvæmt aðalnámskrá grunnskólanna. „Reykjavík var síðasta evrópska höfuðborgin til þess að setja á fót alþjóðlegan skóla, við urðum að kippa því í liðinn því sá hópur sem hefur þörf fyrir alþjóðlegt nám stækkar ár frá ári.“ Skólinn starfar í Hamraskóla þar sem honum bauðst húsnæði í kjölfar sameininga í Grafarvogi. „Aðstaðan er frábær. Við starfrækjum skóla fyrir börn frá fimm ára aldri til fimmtán ára, en stefnum á að útskrifa börnin en í framtíðinni stefnum við á að bjóða upp á nám til átján ára aldurs, og útskrifa nemendur átján ára að erlendri fyrirmynd.“ Ásta segir mjög erfitt fyrir börn fjölskyldna sem flytjast hingað til lands vegna tímabundinnar atvinnu að aðlagast í íslenskum grunnskólum. „Það er bara svo miklu erfiðara fyrir þessi börn að halda námi sínu áfram og þurfa að læra allt námsefnið á íslensku. Hér kennum við á ensku en kennum auðvitað íslensku líka.“ Stærðfræði og raungreinakennsla í skólanum hefur vakið eftirtekt. „Við kennum sömu stærðfræði og er kennd í Singapúr sem hefur gefið góða raun, börnin standa mjög sterkt að vígi og mér finnst tilefni til að þýða þetta námsefni sem við erum að nota yfir á íslensku. Börnin eru sjö ára þegar þau byrja að læra brotareikning, mér fannst það fyrst töluvert snemmt en námsefnið er svo vandað að það gengur virkilega vel,“ segir Ásta. Raungreinakennsla hefst strax í upphafi skólagöngu og er þar einnig kennt námsefni frá Singapúr. Námið í skólanum er fyrst og fremst einstaklingsmiðað, Ásta hefur leyfi fyrir 60 nemendum á landsvísu. „Börnin taka svokölluð Map-próf sem eru viðurkennd víða um heim, en býðst einnig að taka samræmd próf í íslensku ef þau eða foreldrar þeirra vilja.“
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira