Börn sjá hrikalegt ofbeldi 28. ágúst 2012 09:00 Á því tæpa ári sem tilraunaverkefni Barnaverndarstofu vegna heimilisofbeldis hefur staðið yfir hefur sérfræðingur komið að nokkrum tilvikum þar sem konum höfðu verið veittir alvarlegir áverkar; jafnvel lífshættulegir. Fimm af 35 konum þurftu að leita sér aðstoðar á Bráðamóttöku Landspítala (LSH) fyrstu sex mánuðina sem verkefnið stóð yfir. Verkefnið lýtur að því að veita börnum sem búa við heimilisofbeldi sérhæfða þjónustu. Sérfræðingur sinnir einungis málum barna sem verða vitni að eða eru viðstödd ofbeldi á milli foreldra á heimili sínu og lögregla er kölluð á staðinn. Aðkoman er oftar en ekki skelfileg, eins og gefur að skilja. Ragna B. Guðbrandsdóttir, félagsráðgjafi og sérfræðingur í áfallavinnu með börn, hefur haft veg og vanda af vinnunni, en verkefnið hefur nú staðið í tæpt ár og lýkur um áramótin að óbreyttu. „Það hefur ekki verið ákveðið hvort áframhald verður, eða í hvaða mynd það yrði. Reynslan sýnir hins vegar að full ástæða er að festa þetta starf í sessi." Af reynslu verkefnisins segir Ragna að endurtekið ofbeldi á heimilum þar sem börn dvelja virðist vera undantekning frekar en hitt. „Það virðist sem fólk staldri við og hugsi sinn gang. Það virðist vera að þegar fókusinn er settur á börnin sem verða vitni að svona átökum, og hvaða áhrif ofbeldið hefur á þau, að þá hugsi fólk sinn gang." Tölulegar upplýsingar liggja fyrir er lúta að fyrstu sex mánuðum verkefnisins og gefa glögga mynd af því sem við er að eiga. Ragna segir að í flestum tilvikum sé það eiginmaður eða sambýlismaður móður sem beitir ofbeldi eða í nær helmingi tilvika en fyrrverandi maki kom jafnframt oft við sögu. Í þeim 36 málum sem Ragna kom að voru 68 börn á heimilunum. Þar af var 22 börnum veitt sérstök meðferð í kjölfarið, en þar af þurftu fimm börn aðeins eitt viðtal. Misjafnt er hverjir óska eftir hjálp lögreglu í þessum málum. Oft eru það nágrannar sem hringja. Börn og konurnar kalla líka sjálf eftir hjálp. Algengt er að um andlegt ofbeldi sé að ræða auk hótana, og oft hefur mikil eyðilegging átt sér stað. Fimm konur hafa þurft að leita sér aðstoðar á Bráðamóttöku Landspítalans. Aðeins ein kona úr hópnum hefur leitað til Kvennaathvarfsins. Algengt var að ofbeldismaðurinn væri undir áhrifum áfengis eða vímuefna eða í 67 prósent tilvika, í þrjátíu prósentum tilvika var viðkomandi ódrukkinn. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Sjá meira
Á því tæpa ári sem tilraunaverkefni Barnaverndarstofu vegna heimilisofbeldis hefur staðið yfir hefur sérfræðingur komið að nokkrum tilvikum þar sem konum höfðu verið veittir alvarlegir áverkar; jafnvel lífshættulegir. Fimm af 35 konum þurftu að leita sér aðstoðar á Bráðamóttöku Landspítala (LSH) fyrstu sex mánuðina sem verkefnið stóð yfir. Verkefnið lýtur að því að veita börnum sem búa við heimilisofbeldi sérhæfða þjónustu. Sérfræðingur sinnir einungis málum barna sem verða vitni að eða eru viðstödd ofbeldi á milli foreldra á heimili sínu og lögregla er kölluð á staðinn. Aðkoman er oftar en ekki skelfileg, eins og gefur að skilja. Ragna B. Guðbrandsdóttir, félagsráðgjafi og sérfræðingur í áfallavinnu með börn, hefur haft veg og vanda af vinnunni, en verkefnið hefur nú staðið í tæpt ár og lýkur um áramótin að óbreyttu. „Það hefur ekki verið ákveðið hvort áframhald verður, eða í hvaða mynd það yrði. Reynslan sýnir hins vegar að full ástæða er að festa þetta starf í sessi." Af reynslu verkefnisins segir Ragna að endurtekið ofbeldi á heimilum þar sem börn dvelja virðist vera undantekning frekar en hitt. „Það virðist sem fólk staldri við og hugsi sinn gang. Það virðist vera að þegar fókusinn er settur á börnin sem verða vitni að svona átökum, og hvaða áhrif ofbeldið hefur á þau, að þá hugsi fólk sinn gang." Tölulegar upplýsingar liggja fyrir er lúta að fyrstu sex mánuðum verkefnisins og gefa glögga mynd af því sem við er að eiga. Ragna segir að í flestum tilvikum sé það eiginmaður eða sambýlismaður móður sem beitir ofbeldi eða í nær helmingi tilvika en fyrrverandi maki kom jafnframt oft við sögu. Í þeim 36 málum sem Ragna kom að voru 68 börn á heimilunum. Þar af var 22 börnum veitt sérstök meðferð í kjölfarið, en þar af þurftu fimm börn aðeins eitt viðtal. Misjafnt er hverjir óska eftir hjálp lögreglu í þessum málum. Oft eru það nágrannar sem hringja. Börn og konurnar kalla líka sjálf eftir hjálp. Algengt er að um andlegt ofbeldi sé að ræða auk hótana, og oft hefur mikil eyðilegging átt sér stað. Fimm konur hafa þurft að leita sér aðstoðar á Bráðamóttöku Landspítalans. Aðeins ein kona úr hópnum hefur leitað til Kvennaathvarfsins. Algengt var að ofbeldismaðurinn væri undir áhrifum áfengis eða vímuefna eða í 67 prósent tilvika, í þrjátíu prósentum tilvika var viðkomandi ódrukkinn. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Sjá meira