Borgunarmál sýni ógeðfelld samskipti Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. febrúar 2016 07:00 Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar Vísir/vilhelm „Atburðarásin öll lýsir mjög ógeðfelldum samskiptum í æðstu lögum í fjármálakerfinu sem kalla á spurningar um þann kúltúr sem þar viðgengst. Við eigum ekki að sætta okkur við að hefðbundin siðalögmál sem við teljum að séu eðlilega virk í viðskiptum gildi ekki í fjármálakerfinu,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um Borgunarmálið. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að augljóst væri að sala Landsbankans á um 32 prósenta hlut sínum í Borgun í nóvember 2014 hefði verið klúður þegar bankinn sjálfur hefði sagt að hann þyrfti að breyta verklagi sínu. „Það sem mér finnst mjög alvarlegt við þetta er að þetta truflar starfsfriðinn í Landsbankanum, þetta getur líka haft áhrif á áform okkar um að huga að sölu á bankanum,“ segir fjármálaráðherra. Árni Páll segist ánægður með að sjá að ráðherrann taki undir mikilvægi þess að tekið sé á málinu af mikilli alvöru. Viðbrögðin hjá Landsbankanum hafi framan af verið þannig að þau bentu ekki til þess að menn myndu taka málið alvarlega. Árni Páll segir að það hljóti núna að vera Bankasýslunnar, sem fer með eigendavaldið, að meta það hvaða svigrúm sé til að bregðast við. Þá hafi Alþingi eftirlitsvald í gegnum stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og það vald þurfi að nýta. Nefndin hafi ákveðið að bíða með viðbrögð þangað til Bankasýslan hefur komist að niðurstöðu. Árni Páll segist telja að atburðarásin öll og viðbrögð Bjarna í gær staðfesti staðhæfingu sína frá 20. janúar um að bankinn væri rúinn trausti. „Það stendur eftir enn. Þetta er verðmæt eign, þetta er verðmætur banki, og það er bara mjög brýnt að það traust verði endurreist.“ Erlendur Magnússon stjórnarformaður og Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, sendu Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans, bréf í gær vegna fyrirspurna sem Steinþór hafði beint að fyrirtækinu. Fyrirspurnin laut að upplýsingum um hvort stjórnendur Borgunar hefðu haft vitneskju um rétt fyrirtækisins til greiðslna í tengslum við mögulega yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Þar kemur fram að Borgun hafi fyrst fengið upplýsingar um greiðslur vegna yfirtöku Visa Inc. á Vísa Europe 21. desember síðastliðinn. Greiðslan sem kom í hlut Borgunar sé þríþætt. Það eru í fyrsta lagi 33,9 milljónir evra í reiðufé, sem samsvara um 4,8 milljörðum króna. Í öðru lagi 11,6 milljónir evra í forgangshlutabréf eða um 1,6 milljarðar króna. Þær greiðslur nema þá samtals 6,4 milljörðum. Að auki er afkomutengd greiðsla árið 2020 sem mun taka mið af afkomu Vísa Europe á næstu árum. Borgunarmálið Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
„Atburðarásin öll lýsir mjög ógeðfelldum samskiptum í æðstu lögum í fjármálakerfinu sem kalla á spurningar um þann kúltúr sem þar viðgengst. Við eigum ekki að sætta okkur við að hefðbundin siðalögmál sem við teljum að séu eðlilega virk í viðskiptum gildi ekki í fjármálakerfinu,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um Borgunarmálið. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að augljóst væri að sala Landsbankans á um 32 prósenta hlut sínum í Borgun í nóvember 2014 hefði verið klúður þegar bankinn sjálfur hefði sagt að hann þyrfti að breyta verklagi sínu. „Það sem mér finnst mjög alvarlegt við þetta er að þetta truflar starfsfriðinn í Landsbankanum, þetta getur líka haft áhrif á áform okkar um að huga að sölu á bankanum,“ segir fjármálaráðherra. Árni Páll segist ánægður með að sjá að ráðherrann taki undir mikilvægi þess að tekið sé á málinu af mikilli alvöru. Viðbrögðin hjá Landsbankanum hafi framan af verið þannig að þau bentu ekki til þess að menn myndu taka málið alvarlega. Árni Páll segir að það hljóti núna að vera Bankasýslunnar, sem fer með eigendavaldið, að meta það hvaða svigrúm sé til að bregðast við. Þá hafi Alþingi eftirlitsvald í gegnum stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og það vald þurfi að nýta. Nefndin hafi ákveðið að bíða með viðbrögð þangað til Bankasýslan hefur komist að niðurstöðu. Árni Páll segist telja að atburðarásin öll og viðbrögð Bjarna í gær staðfesti staðhæfingu sína frá 20. janúar um að bankinn væri rúinn trausti. „Það stendur eftir enn. Þetta er verðmæt eign, þetta er verðmætur banki, og það er bara mjög brýnt að það traust verði endurreist.“ Erlendur Magnússon stjórnarformaður og Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, sendu Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans, bréf í gær vegna fyrirspurna sem Steinþór hafði beint að fyrirtækinu. Fyrirspurnin laut að upplýsingum um hvort stjórnendur Borgunar hefðu haft vitneskju um rétt fyrirtækisins til greiðslna í tengslum við mögulega yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Þar kemur fram að Borgun hafi fyrst fengið upplýsingar um greiðslur vegna yfirtöku Visa Inc. á Vísa Europe 21. desember síðastliðinn. Greiðslan sem kom í hlut Borgunar sé þríþætt. Það eru í fyrsta lagi 33,9 milljónir evra í reiðufé, sem samsvara um 4,8 milljörðum króna. Í öðru lagi 11,6 milljónir evra í forgangshlutabréf eða um 1,6 milljarðar króna. Þær greiðslur nema þá samtals 6,4 milljörðum. Að auki er afkomutengd greiðsla árið 2020 sem mun taka mið af afkomu Vísa Europe á næstu árum.
Borgunarmálið Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira