Borgarráð samþykkir að endurskoða samstarf við Moskvu Gunnar Valþórsson skrifar 23. ágúst 2013 08:36 Jón Gnarr hefur oftsinnis vakið athygli á mannréttindabrotum í Rússlandi. Mynd/Daníel Borgarráð samþykkti í gær tillögu Jóns Gnarr borgarstjóra að settar verði fram tillögur að breytingum eða uppsögn á samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Moskvu, höfuðborgar Rússlands. Borgarstjóri vill að þetta verði gert í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað síðustu misserin í málefnum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks í Rússlandi. Tillagan var samþykkt og verður borgarlögmanni, mannréttindaskrifstou, skrifstofu borgarstjóra og borgarritara falið að koma með tillögur, að höfðu samráði við utanríkisráðuneytið og Samtökin 78. Sjálfstæðismenn settu sig ekki upp á móti því að samningurinn yrði endurskoðaður en settu fram eftirfarandi bókun: „Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks setja sig ekki upp á móti því að skoðaðar verði breytingar á samstarfsamningi á milli Reykjavíkur og Moskvu. Í slíkri yfirferð þarf að fara yfir þau tækifæri sem geta falist í vinasamböndum við aðrar borgir. Moskva er ein af 11 borgum sem teljast til vinaborga Reykjavíkur. Íslensk utanríkisþjónusta er í sendiráðs- og ræðismannssambandi á 270 stöðum í heiminum í yfir 80 löndum. Með því að vera í sambandi við önnur ríki á alþjóðavettvangi er íslensk þjóð ekki að leggja blessun sína yfir mannréttindabrot sem vitað er að framin eru í ýmsum þessara landa, þ. á m. í löndum þar sem starfrækt eru íslensk sendiráð. Fulltrúar utanríkisráðuneytisins hafa nýtt sér stöðu sína til að árétta stuðning Íslands við réttindabaráttu samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks í Rússlandi. Að skella hurðum gerir maður bara einu sinni og ekki er líklegt að það atvik veki athygli annars staðar en hér. Með því getur þó verið lokað á mikilvæg tækifæri til þess að hafa áhrif á ráðamenn annarra þjóða til lengri tíma og gera gagn í þágu mannréttinda. Borgarstjóri hefur sagt opinberlega að hann vilji slíta samstarfssamningi við Moskvu. Sú tillaga sem hér liggur fyrir gengur ekki út á það heldur að farið verði yfir málið og að það muni síðan koma aftur fyrir borgarráð sem tekur endanlega ákvörðun. Afstaða til samstarfssamningsins í heild sinni og hugsanlegra breytinga á honum verður tekin þegar leitað hefur verið eftir áliti frá þeim aðilum sem tilgreindir eru í tillögunni.“ Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Borgarráð samþykkti í gær tillögu Jóns Gnarr borgarstjóra að settar verði fram tillögur að breytingum eða uppsögn á samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Moskvu, höfuðborgar Rússlands. Borgarstjóri vill að þetta verði gert í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað síðustu misserin í málefnum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks í Rússlandi. Tillagan var samþykkt og verður borgarlögmanni, mannréttindaskrifstou, skrifstofu borgarstjóra og borgarritara falið að koma með tillögur, að höfðu samráði við utanríkisráðuneytið og Samtökin 78. Sjálfstæðismenn settu sig ekki upp á móti því að samningurinn yrði endurskoðaður en settu fram eftirfarandi bókun: „Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks setja sig ekki upp á móti því að skoðaðar verði breytingar á samstarfsamningi á milli Reykjavíkur og Moskvu. Í slíkri yfirferð þarf að fara yfir þau tækifæri sem geta falist í vinasamböndum við aðrar borgir. Moskva er ein af 11 borgum sem teljast til vinaborga Reykjavíkur. Íslensk utanríkisþjónusta er í sendiráðs- og ræðismannssambandi á 270 stöðum í heiminum í yfir 80 löndum. Með því að vera í sambandi við önnur ríki á alþjóðavettvangi er íslensk þjóð ekki að leggja blessun sína yfir mannréttindabrot sem vitað er að framin eru í ýmsum þessara landa, þ. á m. í löndum þar sem starfrækt eru íslensk sendiráð. Fulltrúar utanríkisráðuneytisins hafa nýtt sér stöðu sína til að árétta stuðning Íslands við réttindabaráttu samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks í Rússlandi. Að skella hurðum gerir maður bara einu sinni og ekki er líklegt að það atvik veki athygli annars staðar en hér. Með því getur þó verið lokað á mikilvæg tækifæri til þess að hafa áhrif á ráðamenn annarra þjóða til lengri tíma og gera gagn í þágu mannréttinda. Borgarstjóri hefur sagt opinberlega að hann vilji slíta samstarfssamningi við Moskvu. Sú tillaga sem hér liggur fyrir gengur ekki út á það heldur að farið verði yfir málið og að það muni síðan koma aftur fyrir borgarráð sem tekur endanlega ákvörðun. Afstaða til samstarfssamningsins í heild sinni og hugsanlegra breytinga á honum verður tekin þegar leitað hefur verið eftir áliti frá þeim aðilum sem tilgreindir eru í tillögunni.“
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira