Borgarráð samþykkir að endurskoða samstarf við Moskvu Gunnar Valþórsson skrifar 23. ágúst 2013 08:36 Jón Gnarr hefur oftsinnis vakið athygli á mannréttindabrotum í Rússlandi. Mynd/Daníel Borgarráð samþykkti í gær tillögu Jóns Gnarr borgarstjóra að settar verði fram tillögur að breytingum eða uppsögn á samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Moskvu, höfuðborgar Rússlands. Borgarstjóri vill að þetta verði gert í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað síðustu misserin í málefnum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks í Rússlandi. Tillagan var samþykkt og verður borgarlögmanni, mannréttindaskrifstou, skrifstofu borgarstjóra og borgarritara falið að koma með tillögur, að höfðu samráði við utanríkisráðuneytið og Samtökin 78. Sjálfstæðismenn settu sig ekki upp á móti því að samningurinn yrði endurskoðaður en settu fram eftirfarandi bókun: „Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks setja sig ekki upp á móti því að skoðaðar verði breytingar á samstarfsamningi á milli Reykjavíkur og Moskvu. Í slíkri yfirferð þarf að fara yfir þau tækifæri sem geta falist í vinasamböndum við aðrar borgir. Moskva er ein af 11 borgum sem teljast til vinaborga Reykjavíkur. Íslensk utanríkisþjónusta er í sendiráðs- og ræðismannssambandi á 270 stöðum í heiminum í yfir 80 löndum. Með því að vera í sambandi við önnur ríki á alþjóðavettvangi er íslensk þjóð ekki að leggja blessun sína yfir mannréttindabrot sem vitað er að framin eru í ýmsum þessara landa, þ. á m. í löndum þar sem starfrækt eru íslensk sendiráð. Fulltrúar utanríkisráðuneytisins hafa nýtt sér stöðu sína til að árétta stuðning Íslands við réttindabaráttu samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks í Rússlandi. Að skella hurðum gerir maður bara einu sinni og ekki er líklegt að það atvik veki athygli annars staðar en hér. Með því getur þó verið lokað á mikilvæg tækifæri til þess að hafa áhrif á ráðamenn annarra þjóða til lengri tíma og gera gagn í þágu mannréttinda. Borgarstjóri hefur sagt opinberlega að hann vilji slíta samstarfssamningi við Moskvu. Sú tillaga sem hér liggur fyrir gengur ekki út á það heldur að farið verði yfir málið og að það muni síðan koma aftur fyrir borgarráð sem tekur endanlega ákvörðun. Afstaða til samstarfssamningsins í heild sinni og hugsanlegra breytinga á honum verður tekin þegar leitað hefur verið eftir áliti frá þeim aðilum sem tilgreindir eru í tillögunni.“ Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Borgarráð samþykkti í gær tillögu Jóns Gnarr borgarstjóra að settar verði fram tillögur að breytingum eða uppsögn á samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Moskvu, höfuðborgar Rússlands. Borgarstjóri vill að þetta verði gert í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað síðustu misserin í málefnum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks í Rússlandi. Tillagan var samþykkt og verður borgarlögmanni, mannréttindaskrifstou, skrifstofu borgarstjóra og borgarritara falið að koma með tillögur, að höfðu samráði við utanríkisráðuneytið og Samtökin 78. Sjálfstæðismenn settu sig ekki upp á móti því að samningurinn yrði endurskoðaður en settu fram eftirfarandi bókun: „Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks setja sig ekki upp á móti því að skoðaðar verði breytingar á samstarfsamningi á milli Reykjavíkur og Moskvu. Í slíkri yfirferð þarf að fara yfir þau tækifæri sem geta falist í vinasamböndum við aðrar borgir. Moskva er ein af 11 borgum sem teljast til vinaborga Reykjavíkur. Íslensk utanríkisþjónusta er í sendiráðs- og ræðismannssambandi á 270 stöðum í heiminum í yfir 80 löndum. Með því að vera í sambandi við önnur ríki á alþjóðavettvangi er íslensk þjóð ekki að leggja blessun sína yfir mannréttindabrot sem vitað er að framin eru í ýmsum þessara landa, þ. á m. í löndum þar sem starfrækt eru íslensk sendiráð. Fulltrúar utanríkisráðuneytisins hafa nýtt sér stöðu sína til að árétta stuðning Íslands við réttindabaráttu samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks í Rússlandi. Að skella hurðum gerir maður bara einu sinni og ekki er líklegt að það atvik veki athygli annars staðar en hér. Með því getur þó verið lokað á mikilvæg tækifæri til þess að hafa áhrif á ráðamenn annarra þjóða til lengri tíma og gera gagn í þágu mannréttinda. Borgarstjóri hefur sagt opinberlega að hann vilji slíta samstarfssamningi við Moskvu. Sú tillaga sem hér liggur fyrir gengur ekki út á það heldur að farið verði yfir málið og að það muni síðan koma aftur fyrir borgarráð sem tekur endanlega ákvörðun. Afstaða til samstarfssamningsins í heild sinni og hugsanlegra breytinga á honum verður tekin þegar leitað hefur verið eftir áliti frá þeim aðilum sem tilgreindir eru í tillögunni.“
Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira