Borgarráð samþykkir að endurskoða samstarf við Moskvu Gunnar Valþórsson skrifar 23. ágúst 2013 08:36 Jón Gnarr hefur oftsinnis vakið athygli á mannréttindabrotum í Rússlandi. Mynd/Daníel Borgarráð samþykkti í gær tillögu Jóns Gnarr borgarstjóra að settar verði fram tillögur að breytingum eða uppsögn á samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Moskvu, höfuðborgar Rússlands. Borgarstjóri vill að þetta verði gert í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað síðustu misserin í málefnum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks í Rússlandi. Tillagan var samþykkt og verður borgarlögmanni, mannréttindaskrifstou, skrifstofu borgarstjóra og borgarritara falið að koma með tillögur, að höfðu samráði við utanríkisráðuneytið og Samtökin 78. Sjálfstæðismenn settu sig ekki upp á móti því að samningurinn yrði endurskoðaður en settu fram eftirfarandi bókun: „Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks setja sig ekki upp á móti því að skoðaðar verði breytingar á samstarfsamningi á milli Reykjavíkur og Moskvu. Í slíkri yfirferð þarf að fara yfir þau tækifæri sem geta falist í vinasamböndum við aðrar borgir. Moskva er ein af 11 borgum sem teljast til vinaborga Reykjavíkur. Íslensk utanríkisþjónusta er í sendiráðs- og ræðismannssambandi á 270 stöðum í heiminum í yfir 80 löndum. Með því að vera í sambandi við önnur ríki á alþjóðavettvangi er íslensk þjóð ekki að leggja blessun sína yfir mannréttindabrot sem vitað er að framin eru í ýmsum þessara landa, þ. á m. í löndum þar sem starfrækt eru íslensk sendiráð. Fulltrúar utanríkisráðuneytisins hafa nýtt sér stöðu sína til að árétta stuðning Íslands við réttindabaráttu samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks í Rússlandi. Að skella hurðum gerir maður bara einu sinni og ekki er líklegt að það atvik veki athygli annars staðar en hér. Með því getur þó verið lokað á mikilvæg tækifæri til þess að hafa áhrif á ráðamenn annarra þjóða til lengri tíma og gera gagn í þágu mannréttinda. Borgarstjóri hefur sagt opinberlega að hann vilji slíta samstarfssamningi við Moskvu. Sú tillaga sem hér liggur fyrir gengur ekki út á það heldur að farið verði yfir málið og að það muni síðan koma aftur fyrir borgarráð sem tekur endanlega ákvörðun. Afstaða til samstarfssamningsins í heild sinni og hugsanlegra breytinga á honum verður tekin þegar leitað hefur verið eftir áliti frá þeim aðilum sem tilgreindir eru í tillögunni.“ Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Sjá meira
Borgarráð samþykkti í gær tillögu Jóns Gnarr borgarstjóra að settar verði fram tillögur að breytingum eða uppsögn á samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Moskvu, höfuðborgar Rússlands. Borgarstjóri vill að þetta verði gert í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað síðustu misserin í málefnum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks í Rússlandi. Tillagan var samþykkt og verður borgarlögmanni, mannréttindaskrifstou, skrifstofu borgarstjóra og borgarritara falið að koma með tillögur, að höfðu samráði við utanríkisráðuneytið og Samtökin 78. Sjálfstæðismenn settu sig ekki upp á móti því að samningurinn yrði endurskoðaður en settu fram eftirfarandi bókun: „Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks setja sig ekki upp á móti því að skoðaðar verði breytingar á samstarfsamningi á milli Reykjavíkur og Moskvu. Í slíkri yfirferð þarf að fara yfir þau tækifæri sem geta falist í vinasamböndum við aðrar borgir. Moskva er ein af 11 borgum sem teljast til vinaborga Reykjavíkur. Íslensk utanríkisþjónusta er í sendiráðs- og ræðismannssambandi á 270 stöðum í heiminum í yfir 80 löndum. Með því að vera í sambandi við önnur ríki á alþjóðavettvangi er íslensk þjóð ekki að leggja blessun sína yfir mannréttindabrot sem vitað er að framin eru í ýmsum þessara landa, þ. á m. í löndum þar sem starfrækt eru íslensk sendiráð. Fulltrúar utanríkisráðuneytisins hafa nýtt sér stöðu sína til að árétta stuðning Íslands við réttindabaráttu samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks í Rússlandi. Að skella hurðum gerir maður bara einu sinni og ekki er líklegt að það atvik veki athygli annars staðar en hér. Með því getur þó verið lokað á mikilvæg tækifæri til þess að hafa áhrif á ráðamenn annarra þjóða til lengri tíma og gera gagn í þágu mannréttinda. Borgarstjóri hefur sagt opinberlega að hann vilji slíta samstarfssamningi við Moskvu. Sú tillaga sem hér liggur fyrir gengur ekki út á það heldur að farið verði yfir málið og að það muni síðan koma aftur fyrir borgarráð sem tekur endanlega ákvörðun. Afstaða til samstarfssamningsins í heild sinni og hugsanlegra breytinga á honum verður tekin þegar leitað hefur verið eftir áliti frá þeim aðilum sem tilgreindir eru í tillögunni.“
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Sjá meira