Innlent

Borgarísjakar í minni Önundarfjarðar

gissur sigurðsson skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Tveir borgarísjakar lónuðu í minni Önundarfjarðar vestur af Flatey í gærkvöldi og hefur vaktstöð siglinga sent út viðvaranir vegna þeirra. Að sögn sjófarenda, sem sáu jakana, eru þeir fimm til sex metra háir, þannig að þetta eru stórir jakar, því aðeins einn tíundi af borgarísjökum standa upp úr sjónum. Þeir eru hættulegir skipum og bátum.

Íshröngl var umhverfis jakana þannig að þeir eru að eyðast hratt, enda sjórinn hlýr á þessum slóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×