Innlent

Borað eftir gulli í Þormóðsdal á næsta ári

Samúel Karl Ólason skrifar
Til stendur að bora í Þormóðsdal næsta sumar og gera frekari rannsóknir á gullmagni í jarðvegi.
Til stendur að bora í Þormóðsdal næsta sumar og gera frekari rannsóknir á gullmagni í jarðvegi. Mynd/Vilhelm
Breska fyrirtækið NAMA stóð fyrir rannsóknum á jarðvegssýnum úr Þormóðsdal frá árunum 2006 og 2007. Niðurstöðurnar staðfesta það sem menn vissu áður að talsvert gull er í jarðveginum. Fyrr í ár mældust allt að 400 grömm af gulli í hverju tonni af jarðvegi.

Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri NAMA, segir að borað verði í dalnum á næsta ári. „Núna er verið að gera áætlanir um næstu skref og frekari rannsóknir. Verið er að undirbúa boráætlun og sækja um leyfi. Þetta er skemmtilegt verkefni,“ segir Vilhjálmur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×