ŢRIĐJUDAGUR 28. MARS NÝJAST 18:15

Kvöldfréttir Stöđvar 2 í beinni

FRÉTTIR

Bony: Af hverju er ég ekki ađ spila?

 
Enski boltinn
11:00 14. MARS 2017
Bony í búningi Stoke City.
Bony í búningi Stoke City. VÍSIR/GETTY

Framherji Stoke City, Wilfried Bony, segir að ástandið hjá félaginu sé „klikkað“ og sjálfur skilur hann ekkert í því af hverju hann fær ekki að spila neina leiki.

Fílbeinsstrendingurinn er á láni hjá Stoke frá Man. City og hefur aðeins komið við sögu í ellefu leikjum í vetur í öllum keppnum.

Hann er búinn að skora tvö mörk og hefur ekki fengið að spila eina mínútu síðan 27. desember en eftir það fór hann í Afríkukeppnina. Hann hefur ekki einu sinni komist á bekkin í síðustu fjórum leikjum.

„Ég vil fá að vita af hverju ég fæ ekki að spila. Það er klikkað ástand er fólk segir að allt sé í góðu en síðan eru engar útskýringar á því af hverju ég fæ ekki að spila,“ sagði Bony pirraður.

„Ég er búinn að spyrja stjórann, Mark Hughes, og hann segir að ég sé að standa mig vel á æfingum, að viðhorf mitt sé gott og ég þurfi ekki að breyta neinu. Samt fæ ég ekkert að spila.“

Bony ku hafa staðið til boða að fara til Kína en fór ekki. Taldi hann sig fá fleiri tækifæri í kjölfarið og hann skilur ekki af hverju þau koma ekki.

„Ástandið er bara klikkað. Hughes sagði síðast að ég yrði að vera þolinmóður en eftir hverju? Þetta er mjög skrítið og ég skil ekkert.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Bony: Af hverju er ég ekki ađ spila?
Fara efst