Bóndi slóst með kústi við fálka í hænsnakofa Snærós Sindradóttir skrifar 7. október 2015 07:00 Fiður var dreift um allan kofann eftir átökin við fálkann. Hann var búinn að gera sig heimakominn og vildi ekki fara. Mynd/Maríanna Hænurnar á Stórhóli í Vestur-Húnavatnssýslu fengu heldur óskemmtilega heimsókn í kofann sinn á mánudag. Fálki kom sér óboðinn inn, lokaði á eftir sér kofanum og gerði mikinn usla í margar klukkustundir. Það var sonur Maríönnu Evu Ragnarsdóttur, bónda á Stórhóli, sem fyrstur varð fálkans var. „Hann hljóp til mín og sagði að það væri haförn þarna inni. Ég sagði haförn? Nei, ertu eitthvað orðinn ruglaður. Svo ég hljóp út og kíkti og þá sat fálkinn bara og fylgdist með manni,“ segir Maríanna. Þegar kofinn var opnaður drifu eftirlifandi hænur sig út í dauðans ofboði. Ein hænan lá í valnum, en hún hafði ekkert nafn. „Það hafði greinilega gengið verulega mikið á. Það var búið að tæta hana alla, éta bringuna á henni og plokka af henni fjaðrirnar. Það voru ekkert nema fjaðrir út um allt.“Maríanna Eva Ragnarsdóttir bóndi Stórhóli Mynd/aðsendMaríanna segist hissa á því að fálkinn hafi látið sér nægja þessa einu hænu. „Haninn var inni svo það er spurning hvort hann hafi náð að verja þær eitthvað. En kannski lét hann bara þessa einu duga,“ segir Maríanna sem brá á það ráð að reyna að koma fálkanum út til að koma á friði í hænsnakofanum. „Hann ætlaði nú ekki að hafa sig út. Við vorum komin út með strákúst og reyndum að fæla hann út. Svo bara leist mér ekkert á þetta og hélt að hann ætlaði bara í okkur. Ég ákvað að við myndum bara skilja eftir opið og hann myndi flögra út sjálfur,“ segir Maríanna. Það gekk eftir og fálkinn flaug á braut. Maríanna er nýkomin heim af fæðingardeildinni með tveggja vikna gamla dóttur sína og hafði því ekki orðið vör við fálka á flugi í nágrenninu upp á síðkastið. Nokkuð hefur þó verið af smyrli á flögri í kring en fálkinn var töluvert stærri en það. „Ég hef náttúrulega fengið mink í hænsnakofann og hann hefur drepið allt sem hann hefur náð í. Þannig að mér fannst þetta bara vel sloppið,“ segir Maríanna. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Hænurnar á Stórhóli í Vestur-Húnavatnssýslu fengu heldur óskemmtilega heimsókn í kofann sinn á mánudag. Fálki kom sér óboðinn inn, lokaði á eftir sér kofanum og gerði mikinn usla í margar klukkustundir. Það var sonur Maríönnu Evu Ragnarsdóttur, bónda á Stórhóli, sem fyrstur varð fálkans var. „Hann hljóp til mín og sagði að það væri haförn þarna inni. Ég sagði haförn? Nei, ertu eitthvað orðinn ruglaður. Svo ég hljóp út og kíkti og þá sat fálkinn bara og fylgdist með manni,“ segir Maríanna. Þegar kofinn var opnaður drifu eftirlifandi hænur sig út í dauðans ofboði. Ein hænan lá í valnum, en hún hafði ekkert nafn. „Það hafði greinilega gengið verulega mikið á. Það var búið að tæta hana alla, éta bringuna á henni og plokka af henni fjaðrirnar. Það voru ekkert nema fjaðrir út um allt.“Maríanna Eva Ragnarsdóttir bóndi Stórhóli Mynd/aðsendMaríanna segist hissa á því að fálkinn hafi látið sér nægja þessa einu hænu. „Haninn var inni svo það er spurning hvort hann hafi náð að verja þær eitthvað. En kannski lét hann bara þessa einu duga,“ segir Maríanna sem brá á það ráð að reyna að koma fálkanum út til að koma á friði í hænsnakofanum. „Hann ætlaði nú ekki að hafa sig út. Við vorum komin út með strákúst og reyndum að fæla hann út. Svo bara leist mér ekkert á þetta og hélt að hann ætlaði bara í okkur. Ég ákvað að við myndum bara skilja eftir opið og hann myndi flögra út sjálfur,“ segir Maríanna. Það gekk eftir og fálkinn flaug á braut. Maríanna er nýkomin heim af fæðingardeildinni með tveggja vikna gamla dóttur sína og hafði því ekki orðið vör við fálka á flugi í nágrenninu upp á síðkastið. Nokkuð hefur þó verið af smyrli á flögri í kring en fálkinn var töluvert stærri en það. „Ég hef náttúrulega fengið mink í hænsnakofann og hann hefur drepið allt sem hann hefur náð í. Þannig að mér fannst þetta bara vel sloppið,“ segir Maríanna.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira