Innlent

Bóndi á Kirkjubæjarklaustri: Þetta er alls ekki auðvelt

Bændur á Kirkjubæjarklaustri
Bændur á Kirkjubæjarklaustri Mynd/Vilhelm
Agnar Davíðsson, bóndi á bóndabænum Fossum, sem er 15 kílómetra sunnan af Kirkjubæjarklaustri, segir að ástandið á svæðinu sé miklu betra í dag en í gær. Mikið öskufjúk hefur verið í allan morgun og í dag en ekkert öskufall hefur verið frá því í gær, segir hann.

„Það er þó mikið mistur í loftinu,“ segir Agnar sem telur að þótt öskufallið virðist vera hætt sé mesta vinnan enn eftir. „Það er að þrífa húsin, þetta er inni í öllum húsum og í rauninni bara alls staðar. Það þarf ekki að þrífa úti því sú aska er eiginlega bara farin, fyrir utan öskuna sem er í rótinni á túnunum.“

Og hann segir það alls ekki vera auðvelt að ganga í gegnum þetta. „Þetta tekur auðvitað á - þetta er alls ekki auðvelt en þetta gengur allt og það er mikil vinna eftir,“ segir Agnar. „Það er fín veðurspá fyrir næstu þrjá daga og þá fer maður að hleypa fénu út í rólegheitum.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×