Bókmenntir flottasta útflutningsgreinin Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. maí 2015 06:30 Arnaldur Indriðason tók við verðlaunum á Bessastöðum á föstudaginn. Icelandair Group fékk sjálf útflutningsverðlaunin. fréttablaðið/Andri Marínó „Ég held að það sé ákveðið blómaskeið í landvinningum íslenskra höfunda og hafi verið,“ sagði Arnaldur Indriðason, í samtali við Fréttablaðið, eftir að hann tók við sérstakri heiðursviðurkenningu við afhendingu Útflutningsverðlauna forseta Íslands á Bessastöðum. Verðlaunin voru afhent á föstudaginn. „Það hefur fjöldinn allur af titlum verið gefinn út eiginlega um allan heim, og ég held að eftirspurnin sé orðin það mikil að það sé kominn skortur á þýðingum,“ sagði Arnaldur. Arnaldur sagðist taka við verðlaununum fyrir hönd íslenskra bókmennta. Hann sagðist telja að íslenskar bókmenntir væru langflottasta útflutningsgreinin og hefðu verið það lengi. „Þetta er vonandi hvatning fyrir mig og aðra höfunda, að halda áfram á sömu braut,“ sagði hann. Íslenskar bókmenntir hafa sannarlega notið vaxandi vinsælda erlendis upp á síðkastið. Til marks um það var Snjóblinda eftir rithöfundinn Ragnar Jónasson mest selda bókin á Kindle hjá Amazon í Bretlandi um síðustu helgi. Hún trónaði á toppi metsölulistans í tvo sólarhringa. Aðspurður hvort hans eigin velgengni hafi haft áhrif á brautargengi annarra höfunda segir Arnaldur: „Það má vel vera að íslenska glæpasagan hafi hjálpað til.“ Arnaldur segist vera búinn að missa töluna á því í hve mörgum löndum bækurnar hans eru gefnar út. „Ætli það séu ekki svona 35-40. Það er alltaf áhugi hér og þar á þessum bókum,“ segir hann. Hann segist alls ekki skrifa bækur fyrir útlendinga. „Ég held að það væri fráleitt að fara að skrifa ofan í einhverjar væntingar lesenda. Ég hef alltaf skrifað fyrir íslenska lesendur og íslenskt umhverfi og ég held að það sé það sem veki athygli. Það sé þessi íslenski vinkill,“ segir Arnaldur og bætir við að fólk vilji kynnast Íslandi í gegnum íslenskar bækur, bæði landinu og bókmenntunum. Í bókum Arnaldar geta lesendur fengið innsýn í sögu Íslands. „Ég er mikill áhugamaður um sögu. Flestar þessar bækur tengjast einhvern veginn fortíðinni og fara fram og til baka í tíma. Ég hef undanfarið einbeitt mér meira að því en áður eins og í Kamp Knox og í Skuggasundi. Og ég býst við því að halda áfram á þeirri braut,“ segir Arnaldur. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
„Ég held að það sé ákveðið blómaskeið í landvinningum íslenskra höfunda og hafi verið,“ sagði Arnaldur Indriðason, í samtali við Fréttablaðið, eftir að hann tók við sérstakri heiðursviðurkenningu við afhendingu Útflutningsverðlauna forseta Íslands á Bessastöðum. Verðlaunin voru afhent á föstudaginn. „Það hefur fjöldinn allur af titlum verið gefinn út eiginlega um allan heim, og ég held að eftirspurnin sé orðin það mikil að það sé kominn skortur á þýðingum,“ sagði Arnaldur. Arnaldur sagðist taka við verðlaununum fyrir hönd íslenskra bókmennta. Hann sagðist telja að íslenskar bókmenntir væru langflottasta útflutningsgreinin og hefðu verið það lengi. „Þetta er vonandi hvatning fyrir mig og aðra höfunda, að halda áfram á sömu braut,“ sagði hann. Íslenskar bókmenntir hafa sannarlega notið vaxandi vinsælda erlendis upp á síðkastið. Til marks um það var Snjóblinda eftir rithöfundinn Ragnar Jónasson mest selda bókin á Kindle hjá Amazon í Bretlandi um síðustu helgi. Hún trónaði á toppi metsölulistans í tvo sólarhringa. Aðspurður hvort hans eigin velgengni hafi haft áhrif á brautargengi annarra höfunda segir Arnaldur: „Það má vel vera að íslenska glæpasagan hafi hjálpað til.“ Arnaldur segist vera búinn að missa töluna á því í hve mörgum löndum bækurnar hans eru gefnar út. „Ætli það séu ekki svona 35-40. Það er alltaf áhugi hér og þar á þessum bókum,“ segir hann. Hann segist alls ekki skrifa bækur fyrir útlendinga. „Ég held að það væri fráleitt að fara að skrifa ofan í einhverjar væntingar lesenda. Ég hef alltaf skrifað fyrir íslenska lesendur og íslenskt umhverfi og ég held að það sé það sem veki athygli. Það sé þessi íslenski vinkill,“ segir Arnaldur og bætir við að fólk vilji kynnast Íslandi í gegnum íslenskar bækur, bæði landinu og bókmenntunum. Í bókum Arnaldar geta lesendur fengið innsýn í sögu Íslands. „Ég er mikill áhugamaður um sögu. Flestar þessar bækur tengjast einhvern veginn fortíðinni og fara fram og til baka í tíma. Ég hef undanfarið einbeitt mér meira að því en áður eins og í Kamp Knox og í Skuggasundi. Og ég býst við því að halda áfram á þeirri braut,“ segir Arnaldur.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira