Bókmenntir flottasta útflutningsgreinin Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. maí 2015 06:30 Arnaldur Indriðason tók við verðlaunum á Bessastöðum á föstudaginn. Icelandair Group fékk sjálf útflutningsverðlaunin. fréttablaðið/Andri Marínó „Ég held að það sé ákveðið blómaskeið í landvinningum íslenskra höfunda og hafi verið,“ sagði Arnaldur Indriðason, í samtali við Fréttablaðið, eftir að hann tók við sérstakri heiðursviðurkenningu við afhendingu Útflutningsverðlauna forseta Íslands á Bessastöðum. Verðlaunin voru afhent á föstudaginn. „Það hefur fjöldinn allur af titlum verið gefinn út eiginlega um allan heim, og ég held að eftirspurnin sé orðin það mikil að það sé kominn skortur á þýðingum,“ sagði Arnaldur. Arnaldur sagðist taka við verðlaununum fyrir hönd íslenskra bókmennta. Hann sagðist telja að íslenskar bókmenntir væru langflottasta útflutningsgreinin og hefðu verið það lengi. „Þetta er vonandi hvatning fyrir mig og aðra höfunda, að halda áfram á sömu braut,“ sagði hann. Íslenskar bókmenntir hafa sannarlega notið vaxandi vinsælda erlendis upp á síðkastið. Til marks um það var Snjóblinda eftir rithöfundinn Ragnar Jónasson mest selda bókin á Kindle hjá Amazon í Bretlandi um síðustu helgi. Hún trónaði á toppi metsölulistans í tvo sólarhringa. Aðspurður hvort hans eigin velgengni hafi haft áhrif á brautargengi annarra höfunda segir Arnaldur: „Það má vel vera að íslenska glæpasagan hafi hjálpað til.“ Arnaldur segist vera búinn að missa töluna á því í hve mörgum löndum bækurnar hans eru gefnar út. „Ætli það séu ekki svona 35-40. Það er alltaf áhugi hér og þar á þessum bókum,“ segir hann. Hann segist alls ekki skrifa bækur fyrir útlendinga. „Ég held að það væri fráleitt að fara að skrifa ofan í einhverjar væntingar lesenda. Ég hef alltaf skrifað fyrir íslenska lesendur og íslenskt umhverfi og ég held að það sé það sem veki athygli. Það sé þessi íslenski vinkill,“ segir Arnaldur og bætir við að fólk vilji kynnast Íslandi í gegnum íslenskar bækur, bæði landinu og bókmenntunum. Í bókum Arnaldar geta lesendur fengið innsýn í sögu Íslands. „Ég er mikill áhugamaður um sögu. Flestar þessar bækur tengjast einhvern veginn fortíðinni og fara fram og til baka í tíma. Ég hef undanfarið einbeitt mér meira að því en áður eins og í Kamp Knox og í Skuggasundi. Og ég býst við því að halda áfram á þeirri braut,“ segir Arnaldur. Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
„Ég held að það sé ákveðið blómaskeið í landvinningum íslenskra höfunda og hafi verið,“ sagði Arnaldur Indriðason, í samtali við Fréttablaðið, eftir að hann tók við sérstakri heiðursviðurkenningu við afhendingu Útflutningsverðlauna forseta Íslands á Bessastöðum. Verðlaunin voru afhent á föstudaginn. „Það hefur fjöldinn allur af titlum verið gefinn út eiginlega um allan heim, og ég held að eftirspurnin sé orðin það mikil að það sé kominn skortur á þýðingum,“ sagði Arnaldur. Arnaldur sagðist taka við verðlaununum fyrir hönd íslenskra bókmennta. Hann sagðist telja að íslenskar bókmenntir væru langflottasta útflutningsgreinin og hefðu verið það lengi. „Þetta er vonandi hvatning fyrir mig og aðra höfunda, að halda áfram á sömu braut,“ sagði hann. Íslenskar bókmenntir hafa sannarlega notið vaxandi vinsælda erlendis upp á síðkastið. Til marks um það var Snjóblinda eftir rithöfundinn Ragnar Jónasson mest selda bókin á Kindle hjá Amazon í Bretlandi um síðustu helgi. Hún trónaði á toppi metsölulistans í tvo sólarhringa. Aðspurður hvort hans eigin velgengni hafi haft áhrif á brautargengi annarra höfunda segir Arnaldur: „Það má vel vera að íslenska glæpasagan hafi hjálpað til.“ Arnaldur segist vera búinn að missa töluna á því í hve mörgum löndum bækurnar hans eru gefnar út. „Ætli það séu ekki svona 35-40. Það er alltaf áhugi hér og þar á þessum bókum,“ segir hann. Hann segist alls ekki skrifa bækur fyrir útlendinga. „Ég held að það væri fráleitt að fara að skrifa ofan í einhverjar væntingar lesenda. Ég hef alltaf skrifað fyrir íslenska lesendur og íslenskt umhverfi og ég held að það sé það sem veki athygli. Það sé þessi íslenski vinkill,“ segir Arnaldur og bætir við að fólk vilji kynnast Íslandi í gegnum íslenskar bækur, bæði landinu og bókmenntunum. Í bókum Arnaldar geta lesendur fengið innsýn í sögu Íslands. „Ég er mikill áhugamaður um sögu. Flestar þessar bækur tengjast einhvern veginn fortíðinni og fara fram og til baka í tíma. Ég hef undanfarið einbeitt mér meira að því en áður eins og í Kamp Knox og í Skuggasundi. Og ég býst við því að halda áfram á þeirri braut,“ segir Arnaldur.
Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun