Bókasöfn án bóka Heiðrún Dóra Eyvindardóttir skrifar 18. júlí 2014 07:00 Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna taka undir mótmæli rithöfunda við mikilli kjaraskerðingu þeirra, en í fjárlögum þessa árs er helmings niðurskurður á fjárframlögum í Bókmenntasjóð. Sjóðurinn var stofnaður með lögum árið 1998 ((hét þá Bókasafnssjóður) með breytingum árið 2007) til að tryggja rithöfundum greiðslu fyrir útlán bóka á bókasöfnum landsins. Lestrarfélög og almenningsbókasöfn voru stofnuð til að allir gætu haft aðgang að bókum og menningu óháð efnahag. Á þessu má ekki verða breyting því engin teikn eru á lofti um að kjör fólks í landinu séu orðin eða að verða jöfn. Bókasöfn gegna mikilvægu hlutverki í uppfræðslu almennings og til að vekja lestraráhuga ungu kynslóðarinnar auk þess sem þau eru griðastaður þar sem ekki er spurt um tekjur, stöðu, aldur eða heilsu. Allir hafa þar aðgang að efni til menntunar og þjálfunar í lestrarfærni, geta sótt þangað félagsskap, aflað sér þekkingar, fundið afþreyingu og notið þess að vera í umhverfi þar sem amstur dagsins, hávaði og streita eru víðs fjarri. Ríki og sveitarfélögum ber lagaleg skylda til að bjóða upp á þá þjónustu sem bókasöfnin veita og hluti af því að svo megi verða er greiðsla til rithöfunda í gegnum Bókmenntasjóð höfunda. Greiðslur til rithöfunda fyrir útlán á bókasöfnum eru sjálfsagðar og í stað þess að skerða þær ætti að reyna að koma þeim í svipað horf og tíðkast hjá nágrannaþjóðunum. Þá þyrfti að hækka framlag ríkisins umtalsvert en ekki lækka.Skýtur skökku við Rithöfundar eru mjög ósáttir við þann niðurskurð sem þeir þurfa nú að sæta og vilja sumir taka bækur sínar úr hillum bókasafna. Hlutverk bókasafna hefur breyst á síðustu árum, hlutverk þeirra sem menningarmiðstöðva hefur orðið meira en það eru þó bækurnar sem leggja grunn að bókasöfnum og ekki er hægt að hugsa sér söfnin bókarlaus. Það er mikilvægara í dag en oft áður að standa vörð um bókina og bóklestur, hvetja til aukins lesturs líkt og rithöfundar og bókasöfnin hafa gert undanfarið, bæði saman og sitt í hvoru lagi. Skýtur það skökku við að dregið sé úr framlagi til rithöfunda í landi þar sem höfuðborgin hefur orðið þess heiðurs aðnjótandi að vera útnefnd Bókmenntaborg Unesco, unnið er að stofnun Bókabæja fyrir austan fjall og stefnt á stærsta lestrarátak sem lagt hefur verið í á Íslandi næsta haust. Án rithöfunda og bókasafna hefði þetta ekki komið til því rithöfundarnir sjá okkur fyrir efnivið sem bókasöfnin hjálpa til að koma á framfæri og hvetja alla til að njóta. Stjórn Samtaka forstöðumanna almenningsbókasafna skorar á stjórnvöld að auka framlag til Bókamenntasjóðs svo stoðunum verði ekki kippt undan einni mikilvægustu menningar- og þjónustustofnun hins opinbera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna taka undir mótmæli rithöfunda við mikilli kjaraskerðingu þeirra, en í fjárlögum þessa árs er helmings niðurskurður á fjárframlögum í Bókmenntasjóð. Sjóðurinn var stofnaður með lögum árið 1998 ((hét þá Bókasafnssjóður) með breytingum árið 2007) til að tryggja rithöfundum greiðslu fyrir útlán bóka á bókasöfnum landsins. Lestrarfélög og almenningsbókasöfn voru stofnuð til að allir gætu haft aðgang að bókum og menningu óháð efnahag. Á þessu má ekki verða breyting því engin teikn eru á lofti um að kjör fólks í landinu séu orðin eða að verða jöfn. Bókasöfn gegna mikilvægu hlutverki í uppfræðslu almennings og til að vekja lestraráhuga ungu kynslóðarinnar auk þess sem þau eru griðastaður þar sem ekki er spurt um tekjur, stöðu, aldur eða heilsu. Allir hafa þar aðgang að efni til menntunar og þjálfunar í lestrarfærni, geta sótt þangað félagsskap, aflað sér þekkingar, fundið afþreyingu og notið þess að vera í umhverfi þar sem amstur dagsins, hávaði og streita eru víðs fjarri. Ríki og sveitarfélögum ber lagaleg skylda til að bjóða upp á þá þjónustu sem bókasöfnin veita og hluti af því að svo megi verða er greiðsla til rithöfunda í gegnum Bókmenntasjóð höfunda. Greiðslur til rithöfunda fyrir útlán á bókasöfnum eru sjálfsagðar og í stað þess að skerða þær ætti að reyna að koma þeim í svipað horf og tíðkast hjá nágrannaþjóðunum. Þá þyrfti að hækka framlag ríkisins umtalsvert en ekki lækka.Skýtur skökku við Rithöfundar eru mjög ósáttir við þann niðurskurð sem þeir þurfa nú að sæta og vilja sumir taka bækur sínar úr hillum bókasafna. Hlutverk bókasafna hefur breyst á síðustu árum, hlutverk þeirra sem menningarmiðstöðva hefur orðið meira en það eru þó bækurnar sem leggja grunn að bókasöfnum og ekki er hægt að hugsa sér söfnin bókarlaus. Það er mikilvægara í dag en oft áður að standa vörð um bókina og bóklestur, hvetja til aukins lesturs líkt og rithöfundar og bókasöfnin hafa gert undanfarið, bæði saman og sitt í hvoru lagi. Skýtur það skökku við að dregið sé úr framlagi til rithöfunda í landi þar sem höfuðborgin hefur orðið þess heiðurs aðnjótandi að vera útnefnd Bókmenntaborg Unesco, unnið er að stofnun Bókabæja fyrir austan fjall og stefnt á stærsta lestrarátak sem lagt hefur verið í á Íslandi næsta haust. Án rithöfunda og bókasafna hefði þetta ekki komið til því rithöfundarnir sjá okkur fyrir efnivið sem bókasöfnin hjálpa til að koma á framfæri og hvetja alla til að njóta. Stjórn Samtaka forstöðumanna almenningsbókasafna skorar á stjórnvöld að auka framlag til Bókamenntasjóðs svo stoðunum verði ekki kippt undan einni mikilvægustu menningar- og þjónustustofnun hins opinbera.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun