Bókasöfn án bóka Heiðrún Dóra Eyvindardóttir skrifar 18. júlí 2014 07:00 Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna taka undir mótmæli rithöfunda við mikilli kjaraskerðingu þeirra, en í fjárlögum þessa árs er helmings niðurskurður á fjárframlögum í Bókmenntasjóð. Sjóðurinn var stofnaður með lögum árið 1998 ((hét þá Bókasafnssjóður) með breytingum árið 2007) til að tryggja rithöfundum greiðslu fyrir útlán bóka á bókasöfnum landsins. Lestrarfélög og almenningsbókasöfn voru stofnuð til að allir gætu haft aðgang að bókum og menningu óháð efnahag. Á þessu má ekki verða breyting því engin teikn eru á lofti um að kjör fólks í landinu séu orðin eða að verða jöfn. Bókasöfn gegna mikilvægu hlutverki í uppfræðslu almennings og til að vekja lestraráhuga ungu kynslóðarinnar auk þess sem þau eru griðastaður þar sem ekki er spurt um tekjur, stöðu, aldur eða heilsu. Allir hafa þar aðgang að efni til menntunar og þjálfunar í lestrarfærni, geta sótt þangað félagsskap, aflað sér þekkingar, fundið afþreyingu og notið þess að vera í umhverfi þar sem amstur dagsins, hávaði og streita eru víðs fjarri. Ríki og sveitarfélögum ber lagaleg skylda til að bjóða upp á þá þjónustu sem bókasöfnin veita og hluti af því að svo megi verða er greiðsla til rithöfunda í gegnum Bókmenntasjóð höfunda. Greiðslur til rithöfunda fyrir útlán á bókasöfnum eru sjálfsagðar og í stað þess að skerða þær ætti að reyna að koma þeim í svipað horf og tíðkast hjá nágrannaþjóðunum. Þá þyrfti að hækka framlag ríkisins umtalsvert en ekki lækka.Skýtur skökku við Rithöfundar eru mjög ósáttir við þann niðurskurð sem þeir þurfa nú að sæta og vilja sumir taka bækur sínar úr hillum bókasafna. Hlutverk bókasafna hefur breyst á síðustu árum, hlutverk þeirra sem menningarmiðstöðva hefur orðið meira en það eru þó bækurnar sem leggja grunn að bókasöfnum og ekki er hægt að hugsa sér söfnin bókarlaus. Það er mikilvægara í dag en oft áður að standa vörð um bókina og bóklestur, hvetja til aukins lesturs líkt og rithöfundar og bókasöfnin hafa gert undanfarið, bæði saman og sitt í hvoru lagi. Skýtur það skökku við að dregið sé úr framlagi til rithöfunda í landi þar sem höfuðborgin hefur orðið þess heiðurs aðnjótandi að vera útnefnd Bókmenntaborg Unesco, unnið er að stofnun Bókabæja fyrir austan fjall og stefnt á stærsta lestrarátak sem lagt hefur verið í á Íslandi næsta haust. Án rithöfunda og bókasafna hefði þetta ekki komið til því rithöfundarnir sjá okkur fyrir efnivið sem bókasöfnin hjálpa til að koma á framfæri og hvetja alla til að njóta. Stjórn Samtaka forstöðumanna almenningsbókasafna skorar á stjórnvöld að auka framlag til Bókamenntasjóðs svo stoðunum verði ekki kippt undan einni mikilvægustu menningar- og þjónustustofnun hins opinbera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna taka undir mótmæli rithöfunda við mikilli kjaraskerðingu þeirra, en í fjárlögum þessa árs er helmings niðurskurður á fjárframlögum í Bókmenntasjóð. Sjóðurinn var stofnaður með lögum árið 1998 ((hét þá Bókasafnssjóður) með breytingum árið 2007) til að tryggja rithöfundum greiðslu fyrir útlán bóka á bókasöfnum landsins. Lestrarfélög og almenningsbókasöfn voru stofnuð til að allir gætu haft aðgang að bókum og menningu óháð efnahag. Á þessu má ekki verða breyting því engin teikn eru á lofti um að kjör fólks í landinu séu orðin eða að verða jöfn. Bókasöfn gegna mikilvægu hlutverki í uppfræðslu almennings og til að vekja lestraráhuga ungu kynslóðarinnar auk þess sem þau eru griðastaður þar sem ekki er spurt um tekjur, stöðu, aldur eða heilsu. Allir hafa þar aðgang að efni til menntunar og þjálfunar í lestrarfærni, geta sótt þangað félagsskap, aflað sér þekkingar, fundið afþreyingu og notið þess að vera í umhverfi þar sem amstur dagsins, hávaði og streita eru víðs fjarri. Ríki og sveitarfélögum ber lagaleg skylda til að bjóða upp á þá þjónustu sem bókasöfnin veita og hluti af því að svo megi verða er greiðsla til rithöfunda í gegnum Bókmenntasjóð höfunda. Greiðslur til rithöfunda fyrir útlán á bókasöfnum eru sjálfsagðar og í stað þess að skerða þær ætti að reyna að koma þeim í svipað horf og tíðkast hjá nágrannaþjóðunum. Þá þyrfti að hækka framlag ríkisins umtalsvert en ekki lækka.Skýtur skökku við Rithöfundar eru mjög ósáttir við þann niðurskurð sem þeir þurfa nú að sæta og vilja sumir taka bækur sínar úr hillum bókasafna. Hlutverk bókasafna hefur breyst á síðustu árum, hlutverk þeirra sem menningarmiðstöðva hefur orðið meira en það eru þó bækurnar sem leggja grunn að bókasöfnum og ekki er hægt að hugsa sér söfnin bókarlaus. Það er mikilvægara í dag en oft áður að standa vörð um bókina og bóklestur, hvetja til aukins lesturs líkt og rithöfundar og bókasöfnin hafa gert undanfarið, bæði saman og sitt í hvoru lagi. Skýtur það skökku við að dregið sé úr framlagi til rithöfunda í landi þar sem höfuðborgin hefur orðið þess heiðurs aðnjótandi að vera útnefnd Bókmenntaborg Unesco, unnið er að stofnun Bókabæja fyrir austan fjall og stefnt á stærsta lestrarátak sem lagt hefur verið í á Íslandi næsta haust. Án rithöfunda og bókasafna hefði þetta ekki komið til því rithöfundarnir sjá okkur fyrir efnivið sem bókasöfnin hjálpa til að koma á framfæri og hvetja alla til að njóta. Stjórn Samtaka forstöðumanna almenningsbókasafna skorar á stjórnvöld að auka framlag til Bókamenntasjóðs svo stoðunum verði ekki kippt undan einni mikilvægustu menningar- og þjónustustofnun hins opinbera.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun