Boðað til mótmæla vegna komu Franklins Graham Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. ágúst 2013 19:13 Skopmynd af predikaranum má finna á vefsíðu mótmælanna, en á henni má sjá hann halda á regnbogafánanum víðfræga. samsett mynd Boðað hefur verið til mótmæla vegna komu predikarans umdeilda Franklins Graham á Hátíð vonar í Laugardalshöll í september. Bera mótmælin yfirskriftina „Gleði- og samstöðuhátíð“ og vill forsvarsmaður þeirra koma þeim skilaboðum áleiðis að hentugri einstakling hefði mátt finna til að koma fram á hátíðinni. Graham er, eins og áður hefur verið greint frá, þekktur fyrir skoðanir sínar á samkynhneigð og öðrum trúarbrögðum en hans eigin og mótmæltu fjölmargir komu hans með því að taka frá miða á samkomuna án þess að ætla að mæta á hana. Davíð Brynjar Sigurjónsson, skipuleggjandi mótmælanna, vill þó taka það fram að ekki sé verið að mótmæla hátíðinni sjálfri heldur eingöngu komu predikarans. Hann telur aðkomu Graham að hátíðinni ekki í takt við boðskapinn. „Það sem sagt er að hátíðin standi fyrir er að boða orð Guðs og skilyrðislausan kærleika hans til allra manna og það er alls ekki það sem Graham hefur verið að predika. Því skil ég ekki hvers vegna hann er fenginn til að koma fram,“ segir Davíð sem aðspurður segist þó ekki vera trúaður. Hann var meðal þeirra sem mótmæltu með því að taka frá miða, en allir pantaðir miðar voru ógiltir í vikunni vegna „misnotkunar ýmissa aðila á miðasölu hátíðarinnar“. Hann segist þó aðeins hafa tekið frá einn miða. Davíð segir að um friðsamleg mótmæli sé að ræða og segir tilvalið að mæta á staðinn, til dæmis í „Gay-pride gallanum“. „Þetta snýst mest um nærveruna og að láta vita af sér,“ segir Davíð. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira
Boðað hefur verið til mótmæla vegna komu predikarans umdeilda Franklins Graham á Hátíð vonar í Laugardalshöll í september. Bera mótmælin yfirskriftina „Gleði- og samstöðuhátíð“ og vill forsvarsmaður þeirra koma þeim skilaboðum áleiðis að hentugri einstakling hefði mátt finna til að koma fram á hátíðinni. Graham er, eins og áður hefur verið greint frá, þekktur fyrir skoðanir sínar á samkynhneigð og öðrum trúarbrögðum en hans eigin og mótmæltu fjölmargir komu hans með því að taka frá miða á samkomuna án þess að ætla að mæta á hana. Davíð Brynjar Sigurjónsson, skipuleggjandi mótmælanna, vill þó taka það fram að ekki sé verið að mótmæla hátíðinni sjálfri heldur eingöngu komu predikarans. Hann telur aðkomu Graham að hátíðinni ekki í takt við boðskapinn. „Það sem sagt er að hátíðin standi fyrir er að boða orð Guðs og skilyrðislausan kærleika hans til allra manna og það er alls ekki það sem Graham hefur verið að predika. Því skil ég ekki hvers vegna hann er fenginn til að koma fram,“ segir Davíð sem aðspurður segist þó ekki vera trúaður. Hann var meðal þeirra sem mótmæltu með því að taka frá miða, en allir pantaðir miðar voru ógiltir í vikunni vegna „misnotkunar ýmissa aðila á miðasölu hátíðarinnar“. Hann segist þó aðeins hafa tekið frá einn miða. Davíð segir að um friðsamleg mótmæli sé að ræða og segir tilvalið að mæta á staðinn, til dæmis í „Gay-pride gallanum“. „Þetta snýst mest um nærveruna og að láta vita af sér,“ segir Davíð.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira