Innlent

Boða til tunnumótmæla á miðvikudaginn

Frá mótmælum fyrir utan Alþingi árið 2010.
Frá mótmælum fyrir utan Alþingi árið 2010.
Boðað hefur verið til tunnumótmæla þegar stjórnmálaflokkar halda stefnuræður á Alþingi næstkomandi miðvikudag. Í tilkynningu frá hópi sem kallar sig Tunnurnar er almenningur hvattur til þess að mæta fyrir utan Alþingi klukkan hálf átta en stefnuræður flokkanna hefjast 19:50.

Tunnur verða á staðnum en almenningur er hvattur til þess að mæta með hávaðatól eins og trommur, lúðra, dómaraflautur, brunaboða o.fl.

Í tilkynningunni segir að mótmælin séu áminning til þingmanna hvernig heimili í landinu hafi stöðugt verið látin sitja á hakanum, eins og það er orðað. „Tunnunum svíður fyrir hönd heimilanna og almennings sem hefur þurft að bera afleiðingar efnahagshrunsins sem varð hér haustið 2008 af fullum þunga á meðan gerendum þess hefur verið hossað," segir svo orðrétt í tilkynningunni.

Svo segir í tilkynningunni: „Tunnurnar vilja tryggja það að hvorki forsætisráðherra né aðrir sem taka til máls þetta kvöld geti hælt sér af afrekum sínum fyrir heimilin með vísun til þagnarinnar á Austurvelli. Þvert á móti viljum við að hávaðinn úti fyrir minni alþingismenn á síversnandi afkomu heimilanna og lakari lífskjör almennings í landinu. Þess vegna hvetjum við alla til að mæta niður á Austurvöll með kröfuspjöld og öfluga hljóðgjafa og krefjast þess að staðið verði við kosningaloforðin sem snúa að heimilunum án tafar!"



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×