Boða til samstöðufundar við bandaríska sendiráðið vegna Trump Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. nóvember 2016 15:58 Boðað hefur verið til samstöðufundar vegna nýkjörins forseta Bandaríkjanna fyrir utan bandaríska sendiráðið klukkan hálf fimm síðdegis í dag. Vísir/Vilhelm/Getty Boðað hefur verið til samstöðufundar vegna nýkjörins forseta Bandaríkjanna fyrir utan bandaríska sendiráðið klukkan hálf fimm síðdegis í dag. Ýmis félagasamtök hafa lýst yfir stuðningi við fundinn, meðal annars Akkeri, Samtökin 78, Trans Ísland og Tabú. Árdís Kristín Ingvarsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði og stundakennari í Háskóla Íslands, er einn skipuleggjanda fundarins ásamt þeim Gëzim Haziri og Benjamín Julian. Gëzim hafði frumkvæði að skipulagningu viðburðarins, en hann kom sjálfur hingað til lands sem flóttamannabarn og hefur unnið að málefnum flóttafólks og innflytjenda.Arndís Kristín Ingvarsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði og stundakennari í Háskóla Íslands.Mynd/ArndísÓttast endurvakningu á réttlætingu hatursorðræðuÁrdís segist hafa þungar áhyggjur af því ofbeldi sem hefur sprottið upp síðustu vikuna, en fréttir hafa borist af því að ofbeldi gegn minnihlutahópum hafi aukist í kjölfar kosninganna. „Ég upplifi það sem kennari uppi í háskóla að nemendur mínir í hinsegin samfélaginu voru mjög áhyggjufullir. Svo var ég að spjalla við fólk í Bandaríkjunum sem sagði mér frá því að þegar þau voru að fara inn á heilsugæslu í Maine, sem er talið frekar frjálslynt ríki. Þar voru sjúkrastofurnar yfirfullar af slösuðu svörtu fólki. Svo heyrði ég einnig í vinkonu minni sem er lesbía úti í Grikklandi og hún var að lýsa hvað hún hefði miklar áhyggjur af því að þetta væri að hafa áhrif þar líka. Að það verði endurvakning á réttlætingu á þessari orðræðu og hatursglæpum,“ segir Árdís í samtali við Vísi. „Þannig að þegar Gezim kallaði okkur til þá fannst mér þetta bara vera alveg rétt. Það sem við erum að gera er að leggja áherslu á samstöðu gegn ofbeldi.“ Árdís segir mikilvægt að senda þau skilaboð að ofbeldi muni ekki líðast. „Við búum í samfélagi sem leggur ofboðslega mikla áherslu á frið og gegn ofbeldi. Ég hef ekki mikla trú á því að það geti komið upp svipað ástand hér en mér finnst samt mikilvægt að senda þessi skilaboð, sérstaklega til barnanna ef þau eru að horfa. Ég var sjálf leikskólakennari í tuttugu ár, meðal annars þegar Íraksstríðið var og maður sá að börnin upplifðu það sem var að gerast annars staðar í gegnum sjónvarp og félagsmiðla. Það er líka mikiolvægt að við ræðum það við börnin okkar að þetta sé ekki í lagi.“ Á Facebook síðu viðburðarins er fólk hvatt til að mæta með rós sem tákn ástar á móti hatri og styrk á móti virðingaleysi. Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Boðað hefur verið til samstöðufundar vegna nýkjörins forseta Bandaríkjanna fyrir utan bandaríska sendiráðið klukkan hálf fimm síðdegis í dag. Ýmis félagasamtök hafa lýst yfir stuðningi við fundinn, meðal annars Akkeri, Samtökin 78, Trans Ísland og Tabú. Árdís Kristín Ingvarsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði og stundakennari í Háskóla Íslands, er einn skipuleggjanda fundarins ásamt þeim Gëzim Haziri og Benjamín Julian. Gëzim hafði frumkvæði að skipulagningu viðburðarins, en hann kom sjálfur hingað til lands sem flóttamannabarn og hefur unnið að málefnum flóttafólks og innflytjenda.Arndís Kristín Ingvarsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði og stundakennari í Háskóla Íslands.Mynd/ArndísÓttast endurvakningu á réttlætingu hatursorðræðuÁrdís segist hafa þungar áhyggjur af því ofbeldi sem hefur sprottið upp síðustu vikuna, en fréttir hafa borist af því að ofbeldi gegn minnihlutahópum hafi aukist í kjölfar kosninganna. „Ég upplifi það sem kennari uppi í háskóla að nemendur mínir í hinsegin samfélaginu voru mjög áhyggjufullir. Svo var ég að spjalla við fólk í Bandaríkjunum sem sagði mér frá því að þegar þau voru að fara inn á heilsugæslu í Maine, sem er talið frekar frjálslynt ríki. Þar voru sjúkrastofurnar yfirfullar af slösuðu svörtu fólki. Svo heyrði ég einnig í vinkonu minni sem er lesbía úti í Grikklandi og hún var að lýsa hvað hún hefði miklar áhyggjur af því að þetta væri að hafa áhrif þar líka. Að það verði endurvakning á réttlætingu á þessari orðræðu og hatursglæpum,“ segir Árdís í samtali við Vísi. „Þannig að þegar Gezim kallaði okkur til þá fannst mér þetta bara vera alveg rétt. Það sem við erum að gera er að leggja áherslu á samstöðu gegn ofbeldi.“ Árdís segir mikilvægt að senda þau skilaboð að ofbeldi muni ekki líðast. „Við búum í samfélagi sem leggur ofboðslega mikla áherslu á frið og gegn ofbeldi. Ég hef ekki mikla trú á því að það geti komið upp svipað ástand hér en mér finnst samt mikilvægt að senda þessi skilaboð, sérstaklega til barnanna ef þau eru að horfa. Ég var sjálf leikskólakennari í tuttugu ár, meðal annars þegar Íraksstríðið var og maður sá að börnin upplifðu það sem var að gerast annars staðar í gegnum sjónvarp og félagsmiðla. Það er líka mikiolvægt að við ræðum það við börnin okkar að þetta sé ekki í lagi.“ Á Facebook síðu viðburðarins er fólk hvatt til að mæta með rós sem tákn ástar á móti hatri og styrk á móti virðingaleysi.
Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira