Íslenski boltinn

Blikar semja við Norðmann sem þeir voru með á reynslu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Skimmeland hefur leikið fimm leiki með Haugesund í norsku úrvalsdeildinni.
Skimmeland hefur leikið fimm leiki með Haugesund í norsku úrvalsdeildinni. mynd/heimasíða haugesund
Breiðablik hefur samið við Norðmanninn Tor André Skimmeland um að leika með liðinu út tímabilið í Pepsi-deildinni.

Skimmeland, sem er 19 ára, kom til Breiðabliks á reynslu frá Haugesund og hefur æft með liðinu í viku. Skimmeland, sem hefur leikið með yngri landsliðum Noregs, sem getur bæði spilað á kantinum og fremstur á miðjunni.

Skimmeland er annar leikmaðurinn sem Breiðablik fær í félagaskiptaglugganum en á sunnudaginn kom framherjinn Jonathan Glenn til Blika á láni frá ÍBV.

Breiðablik er í 4. sæti Pepsi-deildarinnar eftir 13 umferðir, fjórum stigum á eftir toppliði FH.

Blikum hefur gengið erfiðlega að skora í síðustu leikjum en þeir vonast til að Skimmeland og Glenn bæti úr því.

Skimmeland gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik þegar liðið tekur á móti Keflavík á miðvikudaginn.


Tengdar fréttir

Blikar leigja Glenn af ÍBV

Knattspyrnudeild Breiðabliks og ÍBV hafa náð samkomulagi um leigu á framherjanum Jonathan Ricardo Glenn út þetta keppnistímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×