Blikar rúlluđu yfir Ţróttara

 
Íslenski boltinn
22:50 10. MARS 2017
Höskuldur var á skotskónum gegn Ţrótturum.
Höskuldur var á skotskónum gegn Ţrótturum. VÍSIR/VILHELM
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Breiðablik átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Þrótt R. að velli þegar liðin mættust í riðli 4 í Lengjubikarnum í kvöld. Lokatölur 0-4, Blikum í vil.

Martin Lund Pedersen (2), Willum Þór Willumsson og Höskuldur Gunnlaugsson skoruðu mörk Breiðabliks sem situr á toppi riðilsins.

Blikar eru með fimm stig en Þróttur er með þrjú stig í 4. sæti riðilsins.

Keflvíkingar tylltu sér á topp riðils 1 með 0-2 sigri á Víkingum.

Keflavík kláraði slaka Víkinga með tveimur mörkum í fyrri hálfleik.

Anton Freyr Hauksson kom Keflvíkingum yfir strax á 5. mínútu og hálftíma síðar jók Jeppe Hansen muninn í 0-2 eftir frábæran sprett og þar við sat.

Keflavík er með sjö stig á toppi riðilsins en Víkingur er í 4. sæti með þrjú stig.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Íslenski boltinn / Blikar rúlluđu yfir Ţróttara
Fara efst