Blikar búnir að fá til sín markakónga hjá þremur Pepsi-deildarliðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2017 16:00 Hrvoje Tokic, Aron Bjarnason og Martin Lund Pedersen. Vísir/Samsett Breiðablik hefur á síðasta sólarhringnum fengið til sín þá Hrvoje Tokic frá Víkingi Ólafsvík og Aron Bjarnason frá ÍBV en Kópavogsliðið safnar nú öflugum sóknarmönnum. Áður höfðu Blikar fengið til sín Martin Lund Pedersen frá Fjölni. Allir eiga þessir þrír leikmenn það sameiginlegt að hafa verið markahæstu leikmenn síns félags í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili. Það efast enginn um það að Blikunum vantaði hjálp við markaskorun. Árni Vilhjálmsson, sem lék bara hálft tímabilið, var markahæstur hjá Blikum síðasta sumar með 6 mörk og kom alls með beinum hætti að 10 af 27 mörkum Kópavogsliðsins þrátt fyrir að spila aðeins 55 prósent leikjanna (12 af 22). Árni Vilhjálmsson er nú aftur farinn út og því hafa Blikar farið grimmt inn á leikmannamarkaðinn í leit að markaskorurum fyrir átökin í Pepsi-deildinni 2017.Martin Lund Pedersen var markahæstur hjá Fjölni með 9 mörk en hann átti einnig 5 stoðsendingar og fiskaði tvö víti sem gáfu mörk. Martin Lund kom því með beinum hætti að sextán mörkum Fjölnis í Pepsi-deildinni 2016.Hrvoje Tokic var markahæstur hjá Víkingi Ólafsvík með 9 mörk en hann átti einnig 2 stoðsendingar og fiskaði eitt víti sem gaf mörk. Tokic kom því með beinum hætti að tólf mörkum Víkinga í Pepsi-deildinni 2016.Aron Bjarnason var markahæstur hjá ÍBV með 5 mörk en hann átti einnig 2 stoðsendingar og kom því með beinum hætti að sjö mörkum ÍBV í Pepsi-deildinni 2016. Umræddir þrír nýir leikmenn Blika skoruðu því 23 mörk saman eða aðeins fjórum mörkum minna en allt Blikaliðið til samans. Þeir voru síðan einnig með 9 stoðsendingar og 3 fiskuð víti sem gáfu mörk. Blikar skoruðu „aðeins“ 27 mörk í Pepsi-deildinni eða minnst af þeim liðum sem enduðu í átta efstu sætunum. Breiðabliks endaði í sjötta sæti en Valsmenn sem voru ofar á markatölu skoruðu fjórtán mörkum meira en Blikaliðið síðasta sumar. Það skilaði því ekki Blikum Evrópusæti þótt að aðeins Íslandsmeistarar FH hafi fengið á sig færri mörk. Það fylgir þó sögunni að engum þessara þriggja leikmanna, Martin Lund Pedersen, Hrvoje Tokic eða Aroni Bjarnasyni tókst að skora hjá Blikum síðasta sumar. Saman spiluðu þeir í 423 mínútur á móti Blikavörninni og uppskera þeirra var 0 mörk og 1 stoðsending (Tokic). Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Breiðablik hefur á síðasta sólarhringnum fengið til sín þá Hrvoje Tokic frá Víkingi Ólafsvík og Aron Bjarnason frá ÍBV en Kópavogsliðið safnar nú öflugum sóknarmönnum. Áður höfðu Blikar fengið til sín Martin Lund Pedersen frá Fjölni. Allir eiga þessir þrír leikmenn það sameiginlegt að hafa verið markahæstu leikmenn síns félags í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili. Það efast enginn um það að Blikunum vantaði hjálp við markaskorun. Árni Vilhjálmsson, sem lék bara hálft tímabilið, var markahæstur hjá Blikum síðasta sumar með 6 mörk og kom alls með beinum hætti að 10 af 27 mörkum Kópavogsliðsins þrátt fyrir að spila aðeins 55 prósent leikjanna (12 af 22). Árni Vilhjálmsson er nú aftur farinn út og því hafa Blikar farið grimmt inn á leikmannamarkaðinn í leit að markaskorurum fyrir átökin í Pepsi-deildinni 2017.Martin Lund Pedersen var markahæstur hjá Fjölni með 9 mörk en hann átti einnig 5 stoðsendingar og fiskaði tvö víti sem gáfu mörk. Martin Lund kom því með beinum hætti að sextán mörkum Fjölnis í Pepsi-deildinni 2016.Hrvoje Tokic var markahæstur hjá Víkingi Ólafsvík með 9 mörk en hann átti einnig 2 stoðsendingar og fiskaði eitt víti sem gaf mörk. Tokic kom því með beinum hætti að tólf mörkum Víkinga í Pepsi-deildinni 2016.Aron Bjarnason var markahæstur hjá ÍBV með 5 mörk en hann átti einnig 2 stoðsendingar og kom því með beinum hætti að sjö mörkum ÍBV í Pepsi-deildinni 2016. Umræddir þrír nýir leikmenn Blika skoruðu því 23 mörk saman eða aðeins fjórum mörkum minna en allt Blikaliðið til samans. Þeir voru síðan einnig með 9 stoðsendingar og 3 fiskuð víti sem gáfu mörk. Blikar skoruðu „aðeins“ 27 mörk í Pepsi-deildinni eða minnst af þeim liðum sem enduðu í átta efstu sætunum. Breiðabliks endaði í sjötta sæti en Valsmenn sem voru ofar á markatölu skoruðu fjórtán mörkum meira en Blikaliðið síðasta sumar. Það skilaði því ekki Blikum Evrópusæti þótt að aðeins Íslandsmeistarar FH hafi fengið á sig færri mörk. Það fylgir þó sögunni að engum þessara þriggja leikmanna, Martin Lund Pedersen, Hrvoje Tokic eða Aroni Bjarnasyni tókst að skora hjá Blikum síðasta sumar. Saman spiluðu þeir í 423 mínútur á móti Blikavörninni og uppskera þeirra var 0 mörk og 1 stoðsending (Tokic).
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti