Blekktar til að gerast ábyrgðarmenn viktoría hermannsdóttir skrifar 21. apríl 2015 10:00 Konurnar skrifuðu undir í þeirri trú að þær væru að gerast vottar en ekki að þær væru í persónulegri ábyrgð fyrir lánunum. NORDICPHOTOS/GETTY „Við brýnum fyrir þeim sem koma á námskeið til okkar að skrifa ekki undir neitt ef þau eru ekki viss um hvað það er. Hafa fyrst samband og fá aðstoð,“ segir Anna Katarzyna Wozniczka, formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Dæmi eru um mál þar sem konur af erlendum uppruna hafa skrifað undir lánaábyrgðir á röngum forsendum, þar sem þeim hefur verið sagt, af aðilum sem þær hafa treyst, að þær hafi verið að votta undirskrift en séu hins vegar að gangast í ábyrgð fyrir lánum og hafa lent í talsverðum fjárhagsvandræðum vegna þess. Elín Hrefna Ólafsdóttir, lögmaður hjá Bonafide lögmönnum, hefur haft tvö slík mál á sinni könnu þar sem þrjár konur koma við sögu. „Þær héldu að þær væru að undirrita sem vitundarvottar. Í öðru málinu var það gert í banka og í hinu voru pappírarnir undirritaðir heima,“ segir Elín. Í báðum tilfellum var verið að undirrita persónulega ábyrgð fyrir skyldmenni en konurnar stóðu í þeirri trú að þær væru að undirrita sem vitundarvottar en ekki að ganga í ábyrgð fyrir skuldum. Síðan hafi aðalskuldari lánsins hætt að borga og ábyrgðin fallið á þær.Elín Hrefna Ólafsdóttir, Margrét Steinarsdóttir og Anna Katarzyna Wozniczka.„Bankinn fór fram á fjárnám í öðru málinu og ætlaði að bjóða ofan af þeim 37 fermetra íbúð sem þær bjuggu báðar í. Þarna var sótt af ótrúlegum krafti að konum sem ekkert eiga,“ segir Elín en henni tókst að semja um málið fyrir þeirra hönd. „Það tók ár að koma í veg fyrir frekara tjón. Það eru örugglega miklu fleiri í þessari stöðu en þær sem tengjast þeim málum sem ég hef verið með því þær voru heppnar að hafa einhvern sem benti þeim á að þær gætu leitað sér aðstoðar,“ segir Elín og telur brýnt að fjármálastofnanir upplýsi þá sem skrifa undir slíkt að upplýsa viðkomandi um hvað sé verið að skrifa undir. Anna segir Samtökin hafa barist fyrir bættri túlkaþjónustu. Þær hafi heyrt dæmi um að fólk skrifi undir eitthvað sem það skilji ekki fyllilega og oft sé erfitt að fá aðstoð túlks. „Það er oft þannig að þær eru ekki að koma til okkar eða lögfræðings fyrr en þær eru búnar að skrifa undir,“ segir Anna. Hún segir brýnt að opinberar stofnanir og fyrirtæki fræði fólk og upplýsi hvað það sé að skrifa undir. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri og lögfræðingur hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands, segist einnig þekkja dæmi þess að fólk hafi skrifað undir eitthvað sem það hafi ekki fyllilega skilning á. Víða sé misbrestur á túlkaþjónustu. „Ég man ekki eftir að fólk hafi sagt mér að það hafi fengið túlkun um það hvað þetta raunverulega þýddi sem það var að skrifa undir, oft hefur það verið sá sem er að taka lánið sem hefur sagt hvað það þýddi að skrifa undir. Ég hef dæmi um fólk þar sem á einhvern hátt er búið að notfæra sér vanþekkingu þeirra á tungumálinu eða kerfinu, bága aðstöðu eða þvíumlíkt,“ segir Margrét. Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni Sjá meira
„Við brýnum fyrir þeim sem koma á námskeið til okkar að skrifa ekki undir neitt ef þau eru ekki viss um hvað það er. Hafa fyrst samband og fá aðstoð,“ segir Anna Katarzyna Wozniczka, formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Dæmi eru um mál þar sem konur af erlendum uppruna hafa skrifað undir lánaábyrgðir á röngum forsendum, þar sem þeim hefur verið sagt, af aðilum sem þær hafa treyst, að þær hafi verið að votta undirskrift en séu hins vegar að gangast í ábyrgð fyrir lánum og hafa lent í talsverðum fjárhagsvandræðum vegna þess. Elín Hrefna Ólafsdóttir, lögmaður hjá Bonafide lögmönnum, hefur haft tvö slík mál á sinni könnu þar sem þrjár konur koma við sögu. „Þær héldu að þær væru að undirrita sem vitundarvottar. Í öðru málinu var það gert í banka og í hinu voru pappírarnir undirritaðir heima,“ segir Elín. Í báðum tilfellum var verið að undirrita persónulega ábyrgð fyrir skyldmenni en konurnar stóðu í þeirri trú að þær væru að undirrita sem vitundarvottar en ekki að ganga í ábyrgð fyrir skuldum. Síðan hafi aðalskuldari lánsins hætt að borga og ábyrgðin fallið á þær.Elín Hrefna Ólafsdóttir, Margrét Steinarsdóttir og Anna Katarzyna Wozniczka.„Bankinn fór fram á fjárnám í öðru málinu og ætlaði að bjóða ofan af þeim 37 fermetra íbúð sem þær bjuggu báðar í. Þarna var sótt af ótrúlegum krafti að konum sem ekkert eiga,“ segir Elín en henni tókst að semja um málið fyrir þeirra hönd. „Það tók ár að koma í veg fyrir frekara tjón. Það eru örugglega miklu fleiri í þessari stöðu en þær sem tengjast þeim málum sem ég hef verið með því þær voru heppnar að hafa einhvern sem benti þeim á að þær gætu leitað sér aðstoðar,“ segir Elín og telur brýnt að fjármálastofnanir upplýsi þá sem skrifa undir slíkt að upplýsa viðkomandi um hvað sé verið að skrifa undir. Anna segir Samtökin hafa barist fyrir bættri túlkaþjónustu. Þær hafi heyrt dæmi um að fólk skrifi undir eitthvað sem það skilji ekki fyllilega og oft sé erfitt að fá aðstoð túlks. „Það er oft þannig að þær eru ekki að koma til okkar eða lögfræðings fyrr en þær eru búnar að skrifa undir,“ segir Anna. Hún segir brýnt að opinberar stofnanir og fyrirtæki fræði fólk og upplýsi hvað það sé að skrifa undir. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri og lögfræðingur hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands, segist einnig þekkja dæmi þess að fólk hafi skrifað undir eitthvað sem það hafi ekki fyllilega skilning á. Víða sé misbrestur á túlkaþjónustu. „Ég man ekki eftir að fólk hafi sagt mér að það hafi fengið túlkun um það hvað þetta raunverulega þýddi sem það var að skrifa undir, oft hefur það verið sá sem er að taka lánið sem hefur sagt hvað það þýddi að skrifa undir. Ég hef dæmi um fólk þar sem á einhvern hátt er búið að notfæra sér vanþekkingu þeirra á tungumálinu eða kerfinu, bága aðstöðu eða þvíumlíkt,“ segir Margrét.
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni Sjá meira