Blautþurrkur vandamál í fráveitukerfi höfuðborgarsvæðisins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2016 10:49 Blautþurrkur sem fólk hendir í klósettið heima hjá sér er vandamál í fráveitukerfi höfuðborgarsvæðisins þar sem þær geta stíflað dælur kerfisins. Alþjóðlegi klósettdagurinn er á morgun og vekja Veitur athygli á þessu vandamáli í tilefni dagsins. Íris Þórarinsdóttir, tæknistjóri hjá Veitum, segir fyrirtækið sjá rosalega miklu aukningu í notkun á blautþurrkum en hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við sjáum þetta náttúrulega helst í dælunum okkar en þetta getur líka stíflað lagnir og við höfum alveg heyrt að lagnir hjá fólki stíflast þannig að það má alveg færa þetta yfir á heimilin líka,“ segir Íris. Hún segir að þetta séu blautþurrkur sem fólk noti fyrir börn, einnig til að þrífa farða og svo blautþurrkur sem notaðar eru til þrifa á heimilum. Íris segir að á sumum pakkningum standi að það megi sturta þurrkunum niður en það sé ekki sniðugt þar sem þurrkurnar séu alveg massífar og leysist illa upp heldur mynda frekar köggla og stífla lagnir og dælur. „Þetta er vandamál alls staðar og fráveitur um allan heim eru að taka það upp hvað það er sem leyfir framleiðendum að setja þetta á vörurnar,“ segir Íris. Hún kveðst ekki hafa skýringu á þessari miklu aukningu í notkun, það er hvort fólk sé bara meira að henda þurrkunum í klósettið eða hvort að verið sé að nota meira af þeim. Þetta hafi ekki vandamál fyrir rúmum tíu árum síðan en þetta sé þróun sem hafi verið í gangi síðastliðin átta ár eða svo. Íris brýnir því fyrir fólki að henda blautþurrkum ekki í klósettið heldur í ruslafötuna.Hlusta má á viðtalið við Írisi í spilaranum hér að ofan. Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Blautþurrkur sem fólk hendir í klósettið heima hjá sér er vandamál í fráveitukerfi höfuðborgarsvæðisins þar sem þær geta stíflað dælur kerfisins. Alþjóðlegi klósettdagurinn er á morgun og vekja Veitur athygli á þessu vandamáli í tilefni dagsins. Íris Þórarinsdóttir, tæknistjóri hjá Veitum, segir fyrirtækið sjá rosalega miklu aukningu í notkun á blautþurrkum en hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við sjáum þetta náttúrulega helst í dælunum okkar en þetta getur líka stíflað lagnir og við höfum alveg heyrt að lagnir hjá fólki stíflast þannig að það má alveg færa þetta yfir á heimilin líka,“ segir Íris. Hún segir að þetta séu blautþurrkur sem fólk noti fyrir börn, einnig til að þrífa farða og svo blautþurrkur sem notaðar eru til þrifa á heimilum. Íris segir að á sumum pakkningum standi að það megi sturta þurrkunum niður en það sé ekki sniðugt þar sem þurrkurnar séu alveg massífar og leysist illa upp heldur mynda frekar köggla og stífla lagnir og dælur. „Þetta er vandamál alls staðar og fráveitur um allan heim eru að taka það upp hvað það er sem leyfir framleiðendum að setja þetta á vörurnar,“ segir Íris. Hún kveðst ekki hafa skýringu á þessari miklu aukningu í notkun, það er hvort fólk sé bara meira að henda þurrkunum í klósettið eða hvort að verið sé að nota meira af þeim. Þetta hafi ekki vandamál fyrir rúmum tíu árum síðan en þetta sé þróun sem hafi verið í gangi síðastliðin átta ár eða svo. Íris brýnir því fyrir fólki að henda blautþurrkum ekki í klósettið heldur í ruslafötuna.Hlusta má á viðtalið við Írisi í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira