Erlent

Blaðamenn ákærðir fyrir myndbirtingu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Átján tyrkneskir blaðamenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa birt mynd af tyrkneska saksóknaranum Mehmet Salim Kiraz, þegar hann var í haldi gíslatökumanna í mars síðastliðnum. Blaðamennirnir eru sakaðir um hryðjuverkaáróður og fer ákæruvaldið fram á að þeir verði dæmdir til sjö ára fangelsisvistar, hið minnsta.

Kiraz var tekinn gíslingu í dómshúsi í Istanbul, en hann hafði rannsakað dauða fimmtán ára pilts sem lést í kjölfar sára sem hann hlaut í átökum við lögreglu í mótmælum snemma sumars 2013.

Talið er að gíslatökumennirnir hafi verið liðsmenn hóps róttækra vinstrimanna, sem kenna tyrkneska stjórnarflokknum AK um dauða drengsins. Þeir hótuðu að drepa Kiraz, ef ekki yrði greint frá því hvaða lögreglumenn særðu drenginn.

Kiraz var tekinn gíslingu í dómshúsi í Istanbul. Gíslatökumennirnir féllu í áhlaupi lögreglu. Ákærunni hefur víða verið mótmælt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×