Innlent

Björn Ingi kemur Þórhalli vini sínum og miðli til varnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Björn Ingi Hrafnsson og Þórhallur Guðmundsson miðill eru miklir vinir ef marka má færslu Björns Inga.
Björn Ingi Hrafnsson og Þórhallur Guðmundsson miðill eru miklir vinir ef marka má færslu Björns Inga. Vísir
Töluverð umræða hefur spunnist um störf miðla hér á landi í kjölfar umfjöllunar Bresta í gærkvöldi. Þorbjörn Þórðarson gekk á fund eins frægasta miðils landsins, Þórhalls Guðmundssonar, sem svaraði spurningum fréttamannsins.

Óhætt er að segja að Þórhalli hafi oft tekist betur upp á miðilsfundum því hann uppskar ansi mörg nei við spurningum sínum áður en hann „hitti í mark“. Meðal þess sem hann spurði Þorbjörn að var hvort hann ætti látinn föðurafa og hvort Þorbjörn kannaðist við nafnið. Klippuna má sjá hér.

„Það truflar mig ekkert þótt einhverjir telji lítið vit í dulrænum hæfileikum Þórhallur Guðmundsson vinar míns,“ skrifar Björn Ingi á Facebook og „taggar“ vin sinn.

„Þetta er frjálst og upplýst samfélag. Þúsundir Íslendinga vita hins vegar af eigin reynslu miklu betur en svo.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×