Tónlist

Björk valin besti alþjóðlegi kvenlistamaðurinn

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Björk var ekki viðstödd hátíðina en þakkarræða hennar var spiluð á risaskjá á staðnum.
Björk var ekki viðstödd hátíðina en þakkarræða hennar var spiluð á risaskjá á staðnum.
Björk Guðmundsdóttir var rétt í þessu útnefnd besti alþjóðlegi kvenkyns sólólistamaðurinn á Brit verðlauanhátíðinni sem nú fer fram í London.

„Mér þykir mjög leiðinlegt að hafa ekki getað verið með ykkur í kvöld en sem stendur er ég að taka upp,“ sagði Björk í myndskeiði sem var spilað eftir að tilkynnt var um að hún hefði unnið verðlaunin. „Ég er mjög ánægð að geta titlað mig besta kvenlistamanninn í heilt ár.“

Aðrar tilnefndar í flokknum voru Ariana Grande, Courtney Barnett, Lana Del Rey og Meghan Trainor.

Þetta er í fimmta skipti sem Björk vinnur til Brit verðlauna og er hún nú í þriðja sæti, ásamt Prince, yfir þá erlendu listamenn sem flest verðlaun hafa hlotið á hátíðinni. Aðeins Michael Jackson, sex verðlaun, og U2, sjö verðlaun, hafa hlotið fleiri verðlaun.

Hægt er að fylgjast með hátíðinni í beinni útsendingu á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×