FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 08:00

LeBron: Ekki dirfast ađ tala um börnin mín

SPORT

Björgvin Páll átti flottustu markvörsluna í riđlakeppni EM

 
Handbolti
15:22 21. JANÚAR 2016

Björgvin Páll Gústavsson, markvörður karlalandsliðsins í handbolta, átti flottustu markvörsluna í riðlakeppni Evrópumótsins.

Myndband af fimm flottustu vörslunum var sett inn á Youtube-síðu evrópska handknattleikssambandsins í dag, en Björgvin hefur betur á móti fjórum af bestu markvörðum heims.

Í myndbandinu koma fyrir Slawomir Szmal, markvörður Póllands, Niclas Landin, markvörður Danmerkur, og Mattias Andersson, markvörður Svíþjóðar.

Flottasta varslan var þó sigurvarslan hjá Björgvin á móti Noregi í fyrsta leik íslenska liðsins, en þar varði hann skot á lokasekúndunni frá Sander Sagosen. Þetta reyndust einu stig strákanna okkar á mótinu, en þeir fóru heim til sín í gær og taka ekki frekari þátt á EM að þessu sinni.

Björgvin Páll átti einnig þriðja flottasta markið í A og B-riðlum Evrópumótsins, en það var markið sem hann skoraði yfir allan völlinn á móti Króatíu.

Ísland átti reyndar tvö af flottustu mörkum riðlakeppninnar í A og B-riðlum því Róbert Gunnarsson komst einnig á listann.

Flottustu mörkin má sjá hér að neðan.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Björgvin Páll átti flottustu markvörsluna í riđlakeppni EM
Fara efst