Handbolti

Björgvin: Erfitt að segja nei við Flensburg

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bjöggi og Gaupi hentu í eina selfie í dag.
Bjöggi og Gaupi hentu í eina selfie í dag.
Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er kominn heim og mun spila með Haukum í Olís-deildinni í vetur.

Það vakti nokkra athygli er hann ákvað að snúa heim á leið en daginn eftir að Björgvin kom heim hafði þýska stórliðið Flensburg samband og vildi semja við hann.

„Ég tók mér einn dag í að hugsa málið og það var erfitt að segja nei. Mér líður vel í eigin skinni og að vera kominn til Haukanna. Ég er spenntur fyrir því sem koma skal. Ég tók þessa ákvörðun og mun standa við hana. Ég á líka von á tvíburum og margt sem þarf að huga að,“ segir Björgvin Páll en var ekki erfitt að segja nei við eitt besta lið heims?

„Jú, sérstaklega þar sem Flensburg hefur alltaf verið minn draumaklúbbur ásamt Barcelona. Þetta var erfitt og maður þarf að taka erfiðar ákvarðanir í lífinu. Það er spurning hvort ég sé alkominn heim en ég á átta ár eftir í þessum bransa. Maður veit ekki hvað gerist eftir eitt eða tvö ár.“

Sjá má viðtal Gaupa við Björgvin í heild sinni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×