Innlent

Björgunarsveitir með vörslu við Sólheimajökul

Gissur Sigurðsson skrifar
Óvissuástandi hefur verið lýst yfir við sporð Sólheimajökuls. Sporðurinn hefur risið um 1,5 metra og hætta á að það brotni upp úr honum.
Óvissuástandi hefur verið lýst yfir við sporð Sólheimajökuls. Sporðurinn hefur risið um 1,5 metra og hætta á að það brotni upp úr honum. mynd/hag
Björgunarsveitarmenn hefja vörslu við við Sólheimajökul klukkan átta og verða þar fram á kvöld, vegna yfirvofandi hættu á að stór stykki geti brotnað úr jökulröndinni og valdið flóðbylgju í Lóninu.

Jökullinn er að skríða fram og hefur jökulsporðurinn hækkað um einn og hálfan metra. Jarðvísindamenn og jöklafræðingar eru væntanlegir á svæðið í dag til að kanna hvað er þarna um að vera og meta framvinduna og að því búnu ræðst hvort hættusvæðið verður stækkað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×