Björgólfi hafnað af föður sínum 2. apríl 2013 16:00 Björgólfur Takefusa missti sambandið við föður sinn sem sneri baki við fjölskyldunni þegar Björgólfur var aðeins fjögurra ára gamall. Mynd/Rafael Pinho Fótboltamaðurinn Björgólfur Hideaki Takefusa virðist í fljótu bragði hafa fengið allt sem nokkur maður gæti óskað sér. Hann er myndarlegur með afbrigðum, vel menntaður, fáránlega góður í fótbolta og afi hans var lengi vel einn ríkasti maður landsins. Björgólfur er í viðtali við Brynhildi Björnsdóttur í nýjasta tölublaði tímaritsins Nýtt líf þar sem hann segir að baki þeirri ímynd sé heilmikill sársauki og brostnar vonir. Í viðtalinu lýsir Björgólfur því hvernig faðir hans, Kenichi Takefusa, hefur alfarið snúið við honum bakinu: „Hann fór út úr lífi okkar þegar ég var fjögurra ára og þá var hann bara farinn. Hann er Japani og fluttur aftur til Japan og þar er það bara þannig að ef sambandi er lokið þá tekur við nýtt líf og hann lokaði á okkur. Þegar ég var yngri var erfitt að skilja að þessi maður sem aldrei hafði samband var pabbi minn og ég saknaði hans mjög, þrátt fyrir að þekkja hann ekki neitt." Björgólfur segir ennfremur að hann hafi alltaf þráð ást frá föður sínum. Hann hafi meira að farið til Japans í von um að samband þeirra gæti þróast. „Ég hitti hann þegar ég fór til Japan með mömmu og systrum mínum. En það var bara vegna þess að mamma sendi bréf heim til hans. Hann á konu og dóttur og konan hans veit af okkur en dóttirin, systir mín, veit ekki að við erum til. Ég hef stundum velt fyrir mér hvernig það verður fyrir hana að komast að því." Þessi langþráði fundur við föðurinn markaði ákveðin kaflaskil hjá Björgólfi. „Ég held að það séu mestu forréttindi í lífinu, og mesta ábyrgðin, að eignast börn. Hann var svo heppinn að eignast okkur en hann stóð aldrei undir því. Mér þykir miklu vænna um ýmsa sem eru ekki tengdir mér blóðböndum en hann. Virðingu og ást þarftu að vinna þér inn. Það eina sem ég vil frá honum er alvöruást og umhyggja og það er ekki í boði. Ég sakna þess enn að eiga ekki föður, en ég sakna ekki hans, Kenichi. Enda er, út frá mínum samskiptum við hann, ekki mikið þarna til að sakna."Þekktur í íslensku viðskiptalífi „Pabbi og afi stofnuðu saman JapÍs sem flutti inn japönsk hljómtæki og varð seinna hljómplötuútgáfa. Orðið er samsett úr Japan og Ísland og þannig er ég, ég er japís," segir hann og hlær. „Og auðvitað höfðu bæði afi, Björgólfur Guðmundsson, og Bjöggi Thor, frændi minn, áhrif og margt í þeirra fari sem ég vildi gjarnan tileinka mér þó að þeir séu ekkert endilega mínar fyrirmyndir. Mér finnst að í lífinu eigi maður að tileinka sér það besta frá sem flestum, óháð lit, aldri eða kyni. Beta systir mín er algjör engill og gleðigjafi með Asperger og misþroska að auki og býr á Sólheimum í Grímsnesi. Hún og félagar hennar þar eru meðal minna helstu fyrirmynda í jákvæðri framkomu við aðra og bjartsýni á lífið. Ég fer oft að heimsækja hana á Sólheima, ekki síður fyrir sjálfan mig en hana, og kem alltaf endurnærður og fullur af trú á lífið og fólk." Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Fótboltamaðurinn Björgólfur Hideaki Takefusa virðist í fljótu bragði hafa fengið allt sem nokkur maður gæti óskað sér. Hann er myndarlegur með afbrigðum, vel menntaður, fáránlega góður í fótbolta og afi hans var lengi vel einn ríkasti maður landsins. Björgólfur er í viðtali við Brynhildi Björnsdóttur í nýjasta tölublaði tímaritsins Nýtt líf þar sem hann segir að baki þeirri ímynd sé heilmikill sársauki og brostnar vonir. Í viðtalinu lýsir Björgólfur því hvernig faðir hans, Kenichi Takefusa, hefur alfarið snúið við honum bakinu: „Hann fór út úr lífi okkar þegar ég var fjögurra ára og þá var hann bara farinn. Hann er Japani og fluttur aftur til Japan og þar er það bara þannig að ef sambandi er lokið þá tekur við nýtt líf og hann lokaði á okkur. Þegar ég var yngri var erfitt að skilja að þessi maður sem aldrei hafði samband var pabbi minn og ég saknaði hans mjög, þrátt fyrir að þekkja hann ekki neitt." Björgólfur segir ennfremur að hann hafi alltaf þráð ást frá föður sínum. Hann hafi meira að farið til Japans í von um að samband þeirra gæti þróast. „Ég hitti hann þegar ég fór til Japan með mömmu og systrum mínum. En það var bara vegna þess að mamma sendi bréf heim til hans. Hann á konu og dóttur og konan hans veit af okkur en dóttirin, systir mín, veit ekki að við erum til. Ég hef stundum velt fyrir mér hvernig það verður fyrir hana að komast að því." Þessi langþráði fundur við föðurinn markaði ákveðin kaflaskil hjá Björgólfi. „Ég held að það séu mestu forréttindi í lífinu, og mesta ábyrgðin, að eignast börn. Hann var svo heppinn að eignast okkur en hann stóð aldrei undir því. Mér þykir miklu vænna um ýmsa sem eru ekki tengdir mér blóðböndum en hann. Virðingu og ást þarftu að vinna þér inn. Það eina sem ég vil frá honum er alvöruást og umhyggja og það er ekki í boði. Ég sakna þess enn að eiga ekki föður, en ég sakna ekki hans, Kenichi. Enda er, út frá mínum samskiptum við hann, ekki mikið þarna til að sakna."Þekktur í íslensku viðskiptalífi „Pabbi og afi stofnuðu saman JapÍs sem flutti inn japönsk hljómtæki og varð seinna hljómplötuútgáfa. Orðið er samsett úr Japan og Ísland og þannig er ég, ég er japís," segir hann og hlær. „Og auðvitað höfðu bæði afi, Björgólfur Guðmundsson, og Bjöggi Thor, frændi minn, áhrif og margt í þeirra fari sem ég vildi gjarnan tileinka mér þó að þeir séu ekkert endilega mínar fyrirmyndir. Mér finnst að í lífinu eigi maður að tileinka sér það besta frá sem flestum, óháð lit, aldri eða kyni. Beta systir mín er algjör engill og gleðigjafi með Asperger og misþroska að auki og býr á Sólheimum í Grímsnesi. Hún og félagar hennar þar eru meðal minna helstu fyrirmynda í jákvæðri framkomu við aðra og bjartsýni á lífið. Ég fer oft að heimsækja hana á Sólheima, ekki síður fyrir sjálfan mig en hana, og kem alltaf endurnærður og fullur af trú á lífið og fólk."
Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira