Björgólfi hafnað af föður sínum 2. apríl 2013 16:00 Björgólfur Takefusa missti sambandið við föður sinn sem sneri baki við fjölskyldunni þegar Björgólfur var aðeins fjögurra ára gamall. Mynd/Rafael Pinho Fótboltamaðurinn Björgólfur Hideaki Takefusa virðist í fljótu bragði hafa fengið allt sem nokkur maður gæti óskað sér. Hann er myndarlegur með afbrigðum, vel menntaður, fáránlega góður í fótbolta og afi hans var lengi vel einn ríkasti maður landsins. Björgólfur er í viðtali við Brynhildi Björnsdóttur í nýjasta tölublaði tímaritsins Nýtt líf þar sem hann segir að baki þeirri ímynd sé heilmikill sársauki og brostnar vonir. Í viðtalinu lýsir Björgólfur því hvernig faðir hans, Kenichi Takefusa, hefur alfarið snúið við honum bakinu: „Hann fór út úr lífi okkar þegar ég var fjögurra ára og þá var hann bara farinn. Hann er Japani og fluttur aftur til Japan og þar er það bara þannig að ef sambandi er lokið þá tekur við nýtt líf og hann lokaði á okkur. Þegar ég var yngri var erfitt að skilja að þessi maður sem aldrei hafði samband var pabbi minn og ég saknaði hans mjög, þrátt fyrir að þekkja hann ekki neitt." Björgólfur segir ennfremur að hann hafi alltaf þráð ást frá föður sínum. Hann hafi meira að farið til Japans í von um að samband þeirra gæti þróast. „Ég hitti hann þegar ég fór til Japan með mömmu og systrum mínum. En það var bara vegna þess að mamma sendi bréf heim til hans. Hann á konu og dóttur og konan hans veit af okkur en dóttirin, systir mín, veit ekki að við erum til. Ég hef stundum velt fyrir mér hvernig það verður fyrir hana að komast að því." Þessi langþráði fundur við föðurinn markaði ákveðin kaflaskil hjá Björgólfi. „Ég held að það séu mestu forréttindi í lífinu, og mesta ábyrgðin, að eignast börn. Hann var svo heppinn að eignast okkur en hann stóð aldrei undir því. Mér þykir miklu vænna um ýmsa sem eru ekki tengdir mér blóðböndum en hann. Virðingu og ást þarftu að vinna þér inn. Það eina sem ég vil frá honum er alvöruást og umhyggja og það er ekki í boði. Ég sakna þess enn að eiga ekki föður, en ég sakna ekki hans, Kenichi. Enda er, út frá mínum samskiptum við hann, ekki mikið þarna til að sakna."Þekktur í íslensku viðskiptalífi „Pabbi og afi stofnuðu saman JapÍs sem flutti inn japönsk hljómtæki og varð seinna hljómplötuútgáfa. Orðið er samsett úr Japan og Ísland og þannig er ég, ég er japís," segir hann og hlær. „Og auðvitað höfðu bæði afi, Björgólfur Guðmundsson, og Bjöggi Thor, frændi minn, áhrif og margt í þeirra fari sem ég vildi gjarnan tileinka mér þó að þeir séu ekkert endilega mínar fyrirmyndir. Mér finnst að í lífinu eigi maður að tileinka sér það besta frá sem flestum, óháð lit, aldri eða kyni. Beta systir mín er algjör engill og gleðigjafi með Asperger og misþroska að auki og býr á Sólheimum í Grímsnesi. Hún og félagar hennar þar eru meðal minna helstu fyrirmynda í jákvæðri framkomu við aðra og bjartsýni á lífið. Ég fer oft að heimsækja hana á Sólheima, ekki síður fyrir sjálfan mig en hana, og kem alltaf endurnærður og fullur af trú á lífið og fólk." Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Fleiri fréttir Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjá meira
Fótboltamaðurinn Björgólfur Hideaki Takefusa virðist í fljótu bragði hafa fengið allt sem nokkur maður gæti óskað sér. Hann er myndarlegur með afbrigðum, vel menntaður, fáránlega góður í fótbolta og afi hans var lengi vel einn ríkasti maður landsins. Björgólfur er í viðtali við Brynhildi Björnsdóttur í nýjasta tölublaði tímaritsins Nýtt líf þar sem hann segir að baki þeirri ímynd sé heilmikill sársauki og brostnar vonir. Í viðtalinu lýsir Björgólfur því hvernig faðir hans, Kenichi Takefusa, hefur alfarið snúið við honum bakinu: „Hann fór út úr lífi okkar þegar ég var fjögurra ára og þá var hann bara farinn. Hann er Japani og fluttur aftur til Japan og þar er það bara þannig að ef sambandi er lokið þá tekur við nýtt líf og hann lokaði á okkur. Þegar ég var yngri var erfitt að skilja að þessi maður sem aldrei hafði samband var pabbi minn og ég saknaði hans mjög, þrátt fyrir að þekkja hann ekki neitt." Björgólfur segir ennfremur að hann hafi alltaf þráð ást frá föður sínum. Hann hafi meira að farið til Japans í von um að samband þeirra gæti þróast. „Ég hitti hann þegar ég fór til Japan með mömmu og systrum mínum. En það var bara vegna þess að mamma sendi bréf heim til hans. Hann á konu og dóttur og konan hans veit af okkur en dóttirin, systir mín, veit ekki að við erum til. Ég hef stundum velt fyrir mér hvernig það verður fyrir hana að komast að því." Þessi langþráði fundur við föðurinn markaði ákveðin kaflaskil hjá Björgólfi. „Ég held að það séu mestu forréttindi í lífinu, og mesta ábyrgðin, að eignast börn. Hann var svo heppinn að eignast okkur en hann stóð aldrei undir því. Mér þykir miklu vænna um ýmsa sem eru ekki tengdir mér blóðböndum en hann. Virðingu og ást þarftu að vinna þér inn. Það eina sem ég vil frá honum er alvöruást og umhyggja og það er ekki í boði. Ég sakna þess enn að eiga ekki föður, en ég sakna ekki hans, Kenichi. Enda er, út frá mínum samskiptum við hann, ekki mikið þarna til að sakna."Þekktur í íslensku viðskiptalífi „Pabbi og afi stofnuðu saman JapÍs sem flutti inn japönsk hljómtæki og varð seinna hljómplötuútgáfa. Orðið er samsett úr Japan og Ísland og þannig er ég, ég er japís," segir hann og hlær. „Og auðvitað höfðu bæði afi, Björgólfur Guðmundsson, og Bjöggi Thor, frændi minn, áhrif og margt í þeirra fari sem ég vildi gjarnan tileinka mér þó að þeir séu ekkert endilega mínar fyrirmyndir. Mér finnst að í lífinu eigi maður að tileinka sér það besta frá sem flestum, óháð lit, aldri eða kyni. Beta systir mín er algjör engill og gleðigjafi með Asperger og misþroska að auki og býr á Sólheimum í Grímsnesi. Hún og félagar hennar þar eru meðal minna helstu fyrirmynda í jákvæðri framkomu við aðra og bjartsýni á lífið. Ég fer oft að heimsækja hana á Sólheima, ekki síður fyrir sjálfan mig en hana, og kem alltaf endurnærður og fullur af trú á lífið og fólk."
Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Fleiri fréttir Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjá meira