Bjarni vissi af viðtalinu við Sigmund sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. apríl 2016 19:36 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vissi af viðtalinu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sem sýnt var í Kastljósi síðasta sunnudag áður en það fór í loftið. Hann segist þó ekki hafa áttað sig á alvarleika þess fyrr en seinna. „Við áttum samskipti fyrir útgáfu þáttarins þar sem mér var ljóst að hann hafi farið í viðtal vegna þess. Ekki löngu áður en ég vissi af því að þessi mál myndu koma til umræðu,“ sagði Bjarni í Íslandi í dag á Stöð 2. Hann sagði Sigmund hafa sagt sér frá málinu skömmu áður en þátturinn var sýndur, en að hann hafi ekki áttað sig á um hvað þetta mál snerist – enda hafi þeir ekki farið út í nein smáatriði. „Í raun held ég að flestir hafi ekki gert sér grein fyrir því ekki seinna en á sunnudagskvöldið að þetta gæti valdið miklum straumhvörfum, enda kom í ljós strax næsta dag þegar öll fjölmiðlaumfjöllun hófst,“ sagði Bjarni.Þátturinn visst áfall Aðspurður sagði Bjarni þáttinn hafa verið visst áfall. Hann hafi þurft að melta hlutina áður en frekari skref yrðu tekin. „Oft er það þannig að fyrstu viðbrögð við svona eru ákveðið áfall. Þess vegna vildi maður reyna að horfast í augu við það að það má kannski ekki komast strax að niðurstöðu um hvað beri að gera þegar maður er að melta hlutina.“ Sigmundur Davíð kallaði Bjarna til fundar á heimili sínu eftir þáttinn. Bjarni segir Sigmund hafa verið nokkuð rólegan á fundinum. „Við áttum mjög rólegan fund og töluðum um margt annað en bara pólitíkina, meira að segja ræddum um lífið og tilveruna. En bróðurpartur fundarins fór í þessu mál,“ sagði Bjarni. Fram kom í umræddum Kastljóssþætti að nafn Bjarna væri einnig að finna í Panama-skjölunum svonefndu. Hann átti í félagi sem skráð var á Seyschelles-eyjum en var afskráð fyrir nokkrum árum. Bjarni var spurður um reginmun á stöðu hans og Sigmundar, en Bjarni sagði muninn í raun þann að ráðherrar eigi ekki að vera með neitt slíkt félag nálægt sér. „Ég held að það sé óhætt að segja að það sé mikill grundvallarmunur á því að vera sem ráðherra ekki með neitt slíkt félag nálægt sér og það er ekki nein uppi nein spurning um hagsmunaárekstra af nokkrum toga. Ég held að það sé hægt að segja, og nú er ég bara að lýsa minni skoðun, þegar ég horfi yfir sviðið og horfi á fréttir reyni að rýna í það hvað menn eru að reyna að draga út úr þessi og kannski ekki síst að utan, glöggt er gests augað og allt það. Þá staldra menn við það að þarna voru kröfur á slitabúin á sama tíma og ríkisstjórnin var að vinna að lausn þeirra mála. Þetta er auðvitað auðvitað mikill grundvallarmunur,“ svaraði Bjarni.Þáttinn í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vissi af viðtalinu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sem sýnt var í Kastljósi síðasta sunnudag áður en það fór í loftið. Hann segist þó ekki hafa áttað sig á alvarleika þess fyrr en seinna. „Við áttum samskipti fyrir útgáfu þáttarins þar sem mér var ljóst að hann hafi farið í viðtal vegna þess. Ekki löngu áður en ég vissi af því að þessi mál myndu koma til umræðu,“ sagði Bjarni í Íslandi í dag á Stöð 2. Hann sagði Sigmund hafa sagt sér frá málinu skömmu áður en þátturinn var sýndur, en að hann hafi ekki áttað sig á um hvað þetta mál snerist – enda hafi þeir ekki farið út í nein smáatriði. „Í raun held ég að flestir hafi ekki gert sér grein fyrir því ekki seinna en á sunnudagskvöldið að þetta gæti valdið miklum straumhvörfum, enda kom í ljós strax næsta dag þegar öll fjölmiðlaumfjöllun hófst,“ sagði Bjarni.Þátturinn visst áfall Aðspurður sagði Bjarni þáttinn hafa verið visst áfall. Hann hafi þurft að melta hlutina áður en frekari skref yrðu tekin. „Oft er það þannig að fyrstu viðbrögð við svona eru ákveðið áfall. Þess vegna vildi maður reyna að horfast í augu við það að það má kannski ekki komast strax að niðurstöðu um hvað beri að gera þegar maður er að melta hlutina.“ Sigmundur Davíð kallaði Bjarna til fundar á heimili sínu eftir þáttinn. Bjarni segir Sigmund hafa verið nokkuð rólegan á fundinum. „Við áttum mjög rólegan fund og töluðum um margt annað en bara pólitíkina, meira að segja ræddum um lífið og tilveruna. En bróðurpartur fundarins fór í þessu mál,“ sagði Bjarni. Fram kom í umræddum Kastljóssþætti að nafn Bjarna væri einnig að finna í Panama-skjölunum svonefndu. Hann átti í félagi sem skráð var á Seyschelles-eyjum en var afskráð fyrir nokkrum árum. Bjarni var spurður um reginmun á stöðu hans og Sigmundar, en Bjarni sagði muninn í raun þann að ráðherrar eigi ekki að vera með neitt slíkt félag nálægt sér. „Ég held að það sé óhætt að segja að það sé mikill grundvallarmunur á því að vera sem ráðherra ekki með neitt slíkt félag nálægt sér og það er ekki nein uppi nein spurning um hagsmunaárekstra af nokkrum toga. Ég held að það sé hægt að segja, og nú er ég bara að lýsa minni skoðun, þegar ég horfi yfir sviðið og horfi á fréttir reyni að rýna í það hvað menn eru að reyna að draga út úr þessi og kannski ekki síst að utan, glöggt er gests augað og allt það. Þá staldra menn við það að þarna voru kröfur á slitabúin á sama tíma og ríkisstjórnin var að vinna að lausn þeirra mála. Þetta er auðvitað auðvitað mikill grundvallarmunur,“ svaraði Bjarni.Þáttinn í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira