Innlent

Bjarni íhugar stöðu sína

MYND/Hörður

Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, íhugar nú stöðu sína eftir að hann sendi í gær aðstoðarmanni sínum fyrirmæli um að senda bréf, þar sem ráðist er harkalega á Valgerði Sverrisdóttur varaformanni, undir nafnleynd á íslenska fjölmiðla. Svo illa vildi til að fyrirmælin bárust öllum fjölmiðlum landsins.

Vísir hefur í morgun reynt að ná tali af þingmanninum en án árangurs. Hins vegar hefur Vísir vitneskju um að Bjarni skoði nú sína stöðu. Búist er tíðindum af málinu í dag.

Valgerður Sverrisdóttir sagði í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun að hún teldi Bjarna illa sætt áfram á þingi vegna þessa máls en hygðist þó ekki fara fram á afsögn hans.










Tengdar fréttir

Valgerður: Erfitt fyrir Bjarna að sitja áfram sem þingmaður

Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, telur að það verði erfitt fyrir Bjarna Harðarson, þingmann flokksins, að sitja áfram sem þingmaður vegna bréfs sem hann hugðist láta senda fjölmiðlum undir nafnleynd og hafði að geyma harða árás á Valgerði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×