Bjarni Benediktsson nýtur mests trausts Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. mars 2016 07:00 „Bjarni er náttúrlega formaður stærri flokksins í stjórnarsamstarfinu, þannig að það þarf kannski ekkert að koma á óvart að hann skori hærra enaðrir,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, um nýja könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Nýja könnunin sýnir að flestir þeirra sem afstöðu taka segjast bera mest traust til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Tæplega helmingi fleiri bera traust til hans en til Ólafar Nordal innanríkisráðherra. Þriðji í röðinni er svo Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.Grétar Þór EyþórssonÞað sem vekur þó kannski helst eftirtekt er hversu fáir svarendur, eða einungis þriðjungur, eru reiðubúnir til þess að nefna þann ráðherra sem viðkomandi ber mest traust til. Hins vegar segjast 48 prósent vera óákveðnir í afstöðu sinni og nítján prósent neita að svara. 13?prósent treysta Bjarna best, sjö prósent treysta Ólöfu Nordal best og sex prósent treysta Sigmundi Davíð best. Þegar skoðuð eru svör þeirra sem afstöðu taka segjast 40 prósent treysta Bjarna Benediktssyni best, 21 prósent segist treysta Ólöfu Nordal best og 17 prósent segjast treysta Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni best. Grétar Þór segir að munurinn á Bjarna og Sigmundi Davíð í svona traustskönnun þurfi ekki að koma á óvart. „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er náttúrlega bara umdeildari maður og þó við horfum ekki lengra en viku eða hálfan mánuð aftur í tímann, þá er hann búinn að vera í frekar umdeildum málum,“ segir Grétar Þór og nefnir þar borgarmál og málefni sem snerta staðsetningu Landspítalans. „Það kann að hafa áhrif á viðhorf fólks til hans og það kannski skýrir þann mikla mun sem er á milli þeirra.“ Grétar Þór bendir líka á að flokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, séu á gerólíkum stað í fylgiskönnunum.Hringt var í 1.082 þar til náðist í 794 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 8. og 9. mars. Svarhlutfallið var 73,4 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða ráðherra berðu mest traust til? Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður svo fjallað um hvaða ráðherra nýtur minnsts trausts. Fleiri svarendur tóku afstöðu til þeirrar spurningar. Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira
„Bjarni er náttúrlega formaður stærri flokksins í stjórnarsamstarfinu, þannig að það þarf kannski ekkert að koma á óvart að hann skori hærra enaðrir,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, um nýja könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Nýja könnunin sýnir að flestir þeirra sem afstöðu taka segjast bera mest traust til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Tæplega helmingi fleiri bera traust til hans en til Ólafar Nordal innanríkisráðherra. Þriðji í röðinni er svo Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.Grétar Þór EyþórssonÞað sem vekur þó kannski helst eftirtekt er hversu fáir svarendur, eða einungis þriðjungur, eru reiðubúnir til þess að nefna þann ráðherra sem viðkomandi ber mest traust til. Hins vegar segjast 48 prósent vera óákveðnir í afstöðu sinni og nítján prósent neita að svara. 13?prósent treysta Bjarna best, sjö prósent treysta Ólöfu Nordal best og sex prósent treysta Sigmundi Davíð best. Þegar skoðuð eru svör þeirra sem afstöðu taka segjast 40 prósent treysta Bjarna Benediktssyni best, 21 prósent segist treysta Ólöfu Nordal best og 17 prósent segjast treysta Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni best. Grétar Þór segir að munurinn á Bjarna og Sigmundi Davíð í svona traustskönnun þurfi ekki að koma á óvart. „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er náttúrlega bara umdeildari maður og þó við horfum ekki lengra en viku eða hálfan mánuð aftur í tímann, þá er hann búinn að vera í frekar umdeildum málum,“ segir Grétar Þór og nefnir þar borgarmál og málefni sem snerta staðsetningu Landspítalans. „Það kann að hafa áhrif á viðhorf fólks til hans og það kannski skýrir þann mikla mun sem er á milli þeirra.“ Grétar Þór bendir líka á að flokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, séu á gerólíkum stað í fylgiskönnunum.Hringt var í 1.082 þar til náðist í 794 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 8. og 9. mars. Svarhlutfallið var 73,4 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða ráðherra berðu mest traust til? Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður svo fjallað um hvaða ráðherra nýtur minnsts trausts. Fleiri svarendur tóku afstöðu til þeirrar spurningar.
Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira