Bjarni Benediktsson nýtur mests trausts Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. mars 2016 07:00 „Bjarni er náttúrlega formaður stærri flokksins í stjórnarsamstarfinu, þannig að það þarf kannski ekkert að koma á óvart að hann skori hærra enaðrir,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, um nýja könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Nýja könnunin sýnir að flestir þeirra sem afstöðu taka segjast bera mest traust til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Tæplega helmingi fleiri bera traust til hans en til Ólafar Nordal innanríkisráðherra. Þriðji í röðinni er svo Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.Grétar Þór EyþórssonÞað sem vekur þó kannski helst eftirtekt er hversu fáir svarendur, eða einungis þriðjungur, eru reiðubúnir til þess að nefna þann ráðherra sem viðkomandi ber mest traust til. Hins vegar segjast 48 prósent vera óákveðnir í afstöðu sinni og nítján prósent neita að svara. 13?prósent treysta Bjarna best, sjö prósent treysta Ólöfu Nordal best og sex prósent treysta Sigmundi Davíð best. Þegar skoðuð eru svör þeirra sem afstöðu taka segjast 40 prósent treysta Bjarna Benediktssyni best, 21 prósent segist treysta Ólöfu Nordal best og 17 prósent segjast treysta Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni best. Grétar Þór segir að munurinn á Bjarna og Sigmundi Davíð í svona traustskönnun þurfi ekki að koma á óvart. „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er náttúrlega bara umdeildari maður og þó við horfum ekki lengra en viku eða hálfan mánuð aftur í tímann, þá er hann búinn að vera í frekar umdeildum málum,“ segir Grétar Þór og nefnir þar borgarmál og málefni sem snerta staðsetningu Landspítalans. „Það kann að hafa áhrif á viðhorf fólks til hans og það kannski skýrir þann mikla mun sem er á milli þeirra.“ Grétar Þór bendir líka á að flokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, séu á gerólíkum stað í fylgiskönnunum.Hringt var í 1.082 þar til náðist í 794 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 8. og 9. mars. Svarhlutfallið var 73,4 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða ráðherra berðu mest traust til? Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður svo fjallað um hvaða ráðherra nýtur minnsts trausts. Fleiri svarendur tóku afstöðu til þeirrar spurningar. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Fleiri fréttir Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Sjá meira
„Bjarni er náttúrlega formaður stærri flokksins í stjórnarsamstarfinu, þannig að það þarf kannski ekkert að koma á óvart að hann skori hærra enaðrir,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, um nýja könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Nýja könnunin sýnir að flestir þeirra sem afstöðu taka segjast bera mest traust til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Tæplega helmingi fleiri bera traust til hans en til Ólafar Nordal innanríkisráðherra. Þriðji í röðinni er svo Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.Grétar Þór EyþórssonÞað sem vekur þó kannski helst eftirtekt er hversu fáir svarendur, eða einungis þriðjungur, eru reiðubúnir til þess að nefna þann ráðherra sem viðkomandi ber mest traust til. Hins vegar segjast 48 prósent vera óákveðnir í afstöðu sinni og nítján prósent neita að svara. 13?prósent treysta Bjarna best, sjö prósent treysta Ólöfu Nordal best og sex prósent treysta Sigmundi Davíð best. Þegar skoðuð eru svör þeirra sem afstöðu taka segjast 40 prósent treysta Bjarna Benediktssyni best, 21 prósent segist treysta Ólöfu Nordal best og 17 prósent segjast treysta Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni best. Grétar Þór segir að munurinn á Bjarna og Sigmundi Davíð í svona traustskönnun þurfi ekki að koma á óvart. „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er náttúrlega bara umdeildari maður og þó við horfum ekki lengra en viku eða hálfan mánuð aftur í tímann, þá er hann búinn að vera í frekar umdeildum málum,“ segir Grétar Þór og nefnir þar borgarmál og málefni sem snerta staðsetningu Landspítalans. „Það kann að hafa áhrif á viðhorf fólks til hans og það kannski skýrir þann mikla mun sem er á milli þeirra.“ Grétar Þór bendir líka á að flokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, séu á gerólíkum stað í fylgiskönnunum.Hringt var í 1.082 þar til náðist í 794 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 8. og 9. mars. Svarhlutfallið var 73,4 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða ráðherra berðu mest traust til? Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður svo fjallað um hvaða ráðherra nýtur minnsts trausts. Fleiri svarendur tóku afstöðu til þeirrar spurningar.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Fleiri fréttir Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Sjá meira