Viðskipti innlent

Bjarni Ben situr fyrir svörum - Bein útsending frá fundinum í Hörpu

Fundurinn í Hörpu er á vegum VÍB.
Fundurinn í Hörpu er á vegum VÍB.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tekur þátt í umræðum um stefnu ríkisstjórnarinnar fyrir atvinnulífið í Hörpu.

Fundurinn, sem nefnist Umhverfi atvinnulífsins - Eru stjórnvöld með áætlun? verður í beinni útsendingu á Vísi, á slaginu 09:00.

Fundurinn er á vegum VÍB. Þátttakendur í pallborðsumræðum verða þau Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma, Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins. Fundarstjóri er fréttamaðurinn Þorbjörn Þórðarson.

Ekki þarf að greiða fyrir bílastæði í Hörpu meðan á fundinum stendur.

Fundurinn hefst stundvíslega kl. 09:00 og lýkur kl. 10:30.

Áður var tilkynnt að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra myndi vera á fundinum en hann afboðaði komu sína.

Upptöku af fundinum má sjá hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×