Bjarni Ben opinn fyrir viðræðum um myndun nýs meirihluta á Alþingi Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. september 2010 18:30 Formaður Sjálfstæðisflokksins er opinn fyrir viðræðum um myndun nýs meirihluta á Alþingi og útilokar ekki samstarf við Samfylkinguna. Hann segist skynja óánægju meðal þingmanna stjórnarflokkanna en segir hins vegar engar viðræður hafa átt sér stað. Ræða Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra á mánudag, þar sem hún gagnrýndi störf þingmannanefndarinnar og lýsti efasemdum um ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum kom flestum þingmönnum í opna skjöldu. Þingmenn Samfylkkingarinnar sem fréttastofa hefur rætt við segja að með ræðunni hafi forsætisráðherra skipt um skoðun í málinu, en hún hafði stutt starf nefndarinnar áður. Ræðan olli mikilli reiði meðal þingmanna Vinstri grænna og andrúmsloftið var slíkt að rætt var um stjórnarslit, en þetta er ekki í fyrsta sinn á kjörtímabilinu sem hriktir í stoðum stjórnarsamstarfsins. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem fréttastofa hefur rætt við segja að margir þingmenn Samfylkingarinnar hafi ítrekað ljáð máls á óánægju með stjórnarsamstarfið. Þar vegi atvinnumálin þyngst eða skortur á atvinnuuppbyggingu réttara sagt, en atvinnuleysið er 7,3 prósent sem þýðir að tólf þúsund manns þræða göturnar án atvinnu, í óvissu um framtíð sína. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa slík samtöl ítrekað átt sér stað milli þingmanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar og óánægjan virðist krauma undir stjórnarsamstarfinu. Hefur þú fundið fyrir þessari óánægju þingmanna Samfylkingarinnar? „Já, ég skynja það að það eru ekkert allir í stjórnarliðinu ánægðir með það sem er að gerast. Og hver væri það í sjálfu sér, því nú eru hagvaxtarspár að falla og þær vonir sem menn voru með fyrir þetta ár virðast ekki vera að ganga eftir," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Aðspurður segir hann að ekki hafi átt sér stað þreifingar milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar um myndun nýs meirihluta. Værir þú hlynntur slíkum viðræðum? „Ég tel að það sem er mikilvægast í dag fyrir íslenskt þjóðfélag er að það verði horfið frá stefnu núverandi ríkisstjórnar og geti ég myndað samstarf við aðra flokka, hvaða flokkur sem það kann að vera, um að hverfa frá þessari stefnu og hleypa lífi að nýju í efnahagslífið þá er ég alltaf tilbúinn að setjast niður og gera það," segir Bjarni. Þannig að þú ert opinn? „Já, algjörlega." Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins er opinn fyrir viðræðum um myndun nýs meirihluta á Alþingi og útilokar ekki samstarf við Samfylkinguna. Hann segist skynja óánægju meðal þingmanna stjórnarflokkanna en segir hins vegar engar viðræður hafa átt sér stað. Ræða Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra á mánudag, þar sem hún gagnrýndi störf þingmannanefndarinnar og lýsti efasemdum um ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum kom flestum þingmönnum í opna skjöldu. Þingmenn Samfylkkingarinnar sem fréttastofa hefur rætt við segja að með ræðunni hafi forsætisráðherra skipt um skoðun í málinu, en hún hafði stutt starf nefndarinnar áður. Ræðan olli mikilli reiði meðal þingmanna Vinstri grænna og andrúmsloftið var slíkt að rætt var um stjórnarslit, en þetta er ekki í fyrsta sinn á kjörtímabilinu sem hriktir í stoðum stjórnarsamstarfsins. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem fréttastofa hefur rætt við segja að margir þingmenn Samfylkingarinnar hafi ítrekað ljáð máls á óánægju með stjórnarsamstarfið. Þar vegi atvinnumálin þyngst eða skortur á atvinnuuppbyggingu réttara sagt, en atvinnuleysið er 7,3 prósent sem þýðir að tólf þúsund manns þræða göturnar án atvinnu, í óvissu um framtíð sína. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa slík samtöl ítrekað átt sér stað milli þingmanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar og óánægjan virðist krauma undir stjórnarsamstarfinu. Hefur þú fundið fyrir þessari óánægju þingmanna Samfylkingarinnar? „Já, ég skynja það að það eru ekkert allir í stjórnarliðinu ánægðir með það sem er að gerast. Og hver væri það í sjálfu sér, því nú eru hagvaxtarspár að falla og þær vonir sem menn voru með fyrir þetta ár virðast ekki vera að ganga eftir," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Aðspurður segir hann að ekki hafi átt sér stað þreifingar milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar um myndun nýs meirihluta. Værir þú hlynntur slíkum viðræðum? „Ég tel að það sem er mikilvægast í dag fyrir íslenskt þjóðfélag er að það verði horfið frá stefnu núverandi ríkisstjórnar og geti ég myndað samstarf við aðra flokka, hvaða flokkur sem það kann að vera, um að hverfa frá þessari stefnu og hleypa lífi að nýju í efnahagslífið þá er ég alltaf tilbúinn að setjast niður og gera það," segir Bjarni. Þannig að þú ert opinn? „Já, algjörlega."
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira