Handbolti

Bjarki tryggði Berlínarrefunum stig

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Erlingur er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Füchse Berlin.
Erlingur er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Füchse Berlin. mynd/facebook
Magdeburg og Füchse Berlin skildu jöfn, 24-24, í Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Lærisveinar Geirs Sveinssonar í Magdeburg voru í kjörstöðu til að vinna leikinn en þegar fimm mínútur voru eftir var staðan 23-20, fyrir þeim.

Berlínarrefirnir náðu að jafna í 23-23 en Robert Weber kom Magdeburg aftur yfir, 24-23, þegar 45 sekúndur voru eftir. En Bjarki Már Elísson reyndist hetja Füchse Berlin þegar hann skoraði jöfnunarmarkið fjórum sekúndum fyrir leikslok.

Bjarki Már skoraði fjögur mörk fyrir Füchse Berlin í kvöld en Erlingur Richardsson er þjálfari liðsins.

Berlínarrefirnir eru í 3. sæti deildarinnar með 12 stig en Magdeburg er í því níunda með níu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×