Innlent

Biskup vissi ekki um bænaskrá

Árni Svanur Daníelsson verkefnastjóri hjá Biskupsstofu.
Árni Svanur Daníelsson verkefnastjóri hjá Biskupsstofu.
Verkefnastjóri Biskupsstofu segir af og frá að þjóðkirkjan sé að kalla eftir breyttum viðhorfum til fóstureyðinga í samræmi við bænaskrá sem var gefin út fyrir Kristsdag. Biskup Íslands tók þátt í samkomunni en var ekki kunnugt um þessa bænaskrá.

Friðrikskapelluhópurinn stóð fyrir Kristsdegi í Hörpu síðastliðinn laugardag en þar komu saman forsvarsmenn helstu trúfélaga í landinu þar á meðal Agnes Sigurðardóttir, biskup.

Í sérstakri bænaskrá sem var gefin út í tengslum við daginn var meðal annars beðið fyrir kvótakerfinu og breyttum viðhorfum til fóstureyðinga.

Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, furðar sig á þessu bænaskjali í viðtali við Fréttablaðið í dag og segir sláandi að verið að sé opna á svona samtal um fóstureyðingar. Í sama streng tekur Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur í Lauganeskirkju.

Árni Svanur Daníelsson, verkefnastjóri hjá Biskupsstofu segir að biskupi hafi ekki verið kunnugt um þessa bænaskrá. „Okkur var ekki kunnugt um þetta. Agnes fær boð um að koma og tala og þá liggur þessi bænaskrá ekki fyrir eða hún ekki sérstaklega kynnt fyrir okkur,“ segir Árni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×