Erlent

Birta myndband af árás leyniskyttu á óbreyttan borgara

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá skjámynd úr myndbandinu.
Hér má sjá skjámynd úr myndbandinu.
Samtök um alþjóðlega samstöðu, International Solidarity Movement, sendi í gær frá sér myndband, sem að sögn þeirra, sýnir ungan Palestínumann verða fyrir skotárás ísraelskrar leyniskyttu.

Í yfirlýsingu samtakanna, sem eru þekkt undir skammstöfuninni ISM, segir að sjálfboðaliðar hafi reynt að fylgja palesínska manninum til fjölskyldu sinnar. Í henni segir einnig að maðurinn hafi fallið til jarðar eftir að hafa verið skotinn og eftir það verið skotinn tvisvar til viðbótar, á meðan hann lá meiddur.

Vefútgáfa miðilsins Vice hefur fjallað um málið og birt myndbandið. Í fréttinni kemur fram að skotárásin eigi að hafa átt sér stað á meðan vopnahlé var í gangi, síðastliðinn sunnudag.

ISM samtökin voru stofnuð árið 2001 og berjast fyrir málstað Palestínu í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs.

Myndbandið má sjá hér að neðan. Við vörum viðkvæma við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×