Innlent

Birgitta: Síðan kemur okkur ekki við ef hún er ekki hýst á Íslandi

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður og kafteinn Pírata, benti á tilvist síðunnar khilafah.is á Twitter í morgun.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður og kafteinn Pírata, benti á tilvist síðunnar khilafah.is á Twitter í morgun. Vísir/GVA/Skjáskot af Twitter
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður og kafteinn Pírata, benti á tilvist síðunnar khilafah.is á Twitter í morgun. Síðan er fréttasíða hryðjuverkasamtakanna Íslamskt ríki, en lén hennar var skráð á Íslandi. Vefhýsirinn Advania hefur látið loka síðunni en Birgitta segir siðferðislegar spurningar um frjálst net vakna í svona máli – sérstaklega þegar um ræðir hatursáróður sem sé ólöglegur.

„Ef vefurinn er hýstur á Íslandi, þá er þetta einfaldlega lögreglumál,“ sagði Birgitta í fréttum Stöðvar tvö í kvöld en Advania segir síðuna hafa verið hýsta í gegnum þriðja aðila, sennilega í Þýskalandi. Málið er til rannsóknar í dómsmálaráðuneytinu.

Á síðunni mátti sjá fréttir, myndir og myndbönd af starfi Íslamska ríkisins sem hefur sölsað undir sig stór landsvæði í Írak og í Sýrlandi með miklu ofbeldi og þjóðernishreinsunum. Birgitta telur það ekki tilviljun að samtökin hafi kosið að hýsa lén sitt hér.

„Mér finnst ekki ólíklegt að þeir hafi rannsakað mjög vel hvernig stefna er viðhöfð hjá fyrirtækjum hvað varðar að taka lén niður,“ segir Birgitta.

Óttast þjóðarmorð falli Kobani

Vígamenn íslamska ríkisins hafa sótt látlaust að landamæraborginni Kobani í Sýrlandi sem er skammt frá landamærum Tyrklands og Íraks. Hermenn Kúrda í borginni eiga í vök að verjast og hafa notið liðsinni loftárása Bandaríkjahers. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að framið verði þjóðarmorð á þúsundum kúrda falli borgin í hendur vígamanna íslamska ríkisins.


Tengdar fréttir

Síðu IS lokað af Advania

Vefhýsirinn Advania hefur lokað fyrir vefsíðuna khilafah.is, fréttasíðu öfgasamtakanna Íslamskt ríki, sem skráð var á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×