Golf

Birgir Leifur á tveimur höggum undir pari eftir fyrsta dag

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. Vísir/Daníel
Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar fór vel af stað á Galgorm Castle vellinum í Norður-Írlandi í dag en mótið sem hann tekur þátt í er hluti af Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur lék á tveimur höggum undir pari og deilir 38. sæti með átján öðrum kylfingum.

Birgir Leifur fékk einn skolla og einn fugl á fyrri níu holum vallarins en hann náði að fylgja eftir skolla á 14. holu með því að fá þrjá fugla í röð á 15-17 holum vallarins. Lauk hann því leik á tveimur höggum undir pari og er fjórum höggum á eftir efstu mönnum.

Mótið í Norður-Írlandi er sjöunda mótið sem Birgir Leifur tekur þátt í á Áskorendamótaröðinni á þessu tímabili. Hann er í 81. sæti peningalistans á mótaröðinni en skaust upp listann eftir að hafa lenti í 5. sæti á móti sem fram fór á Spáni og 8. sæti á móti sem fram fór í Hollandi en Áskorendamótaröðin er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×