Erlent

Bíræfnir þjófar réðust á safn í Frakklandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Konungar Frakklands dvöldu í Fontainebleau kastalanum áður fyrr.
Konungar Frakklands dvöldu í Fontainebleau kastalanum áður fyrr. Vísir/AFP
Þjófar réðust á Fontainebleau kastalann í Frakklandi og stálu þaðan fimmtán gífurlega verðmætum fornminjum. Starfsmenn safnsins sem rekið er í kastalanum segja munina vera ómetanlega. Ræningjarnir virtust vel undirbúnir og ránið tók einungis sjö mínútur.

„Þetta voru með fallegustu munum safnsins,“ hefur BBC eftir Jean-Francois Hebert, yfirmanni safnsins. „Við höldum að þjófanir hafi vitað hvað þeir vildu og þeir báru sig mjög fagmannlega.“

Kastalinn var áður fyrr notaður af konungum Frakklands, en er nú safn og á minjaskrá UNESCO. Sýningin sem þjófarnir réðust á var af munum sem voru í eigu keisaraynjunnar Eugenie, eiginkonu Napóleons þriðja.

Menningarráðuneyti Frakklands segir sýninguna hafa verið þá öruggustu í safninu. Rannsókn stendur nú yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×