Innlent

Bílastæðagjöld fyrir ferðamenn

Sæunn Gísladóttir skrifar
Seljalandsfoss á Suðurlandi er vinsæll viðkomustaður.
Seljalandsfoss á Suðurlandi er vinsæll viðkomustaður. Fréttablaðið/Vilhelm
Landeigendur hafa ákveðið að skoða til hlítar þá hugmynd að nota bílastæðagjöld til fjármögnunar á uppbyggingu á fjölsóttum stöðum á suðurströndinni og fara sameiginlega í viðræður við aðila um heildarlausn þeirrar hugmyndar.

Þetta var ákveðið á fundi á fimmtudaginn. Jafnframt verður unnið að gerð þjónustusamninga milli ferðaþjónustuaðila og landeigenda, segir í tilkynningu. Nokkrir landeigendur og ferðaþjónustuaðilar á fjölsóttum ferðamannastöðum á suðurströndinni boðuðu til fundar með sveitarstjórum til að ræða aðbúnað og þjónustu við ferðamenn á svæðinu.

Fundargestir töldu brýnt að fara í mikla uppbyggingu á svæðinu öllu til að hægt væri að taka á móti öllum þeim ferðamönnum sem sækja svæðin heim. Landeigendur töldu sig geta ekki beðið lengur eftir úrlausn þessara mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×